Wright-bræður

Orville sýnir Bandaríkjaher Flyer III árið 1908.

Wright bræður voru bandarískir bræður að nafni Wilbur og Orville sem fyrstir flugu flugvél.

Árið 1903 urðu tímamót í sögu mannkyns því þá tókst þeim Wilbur Wright (1867 – 1912) og Orville Wright (1871 – 1948) fyrstum manna að ná því að koma mannaðri vélflugu á loft. [1] Fyrsta flug þeirra bræðra varði í 12 sekúndur og vélin náði 20 feta hæð. [2] Þó flugið hafi ekki verið langt þá afsönnuðu þeir kenningar lærðra vísindamanna um að vél sem væri þyngri en loftið gæti ekki flogið. [3] Þetta fyrsta flug átti einnig eftir að skipta sköpum fyrir framtíðarsýn manna því 20. öldin átti efir að verða flugöldin í samgöngusögunni. [4]

Uppeldi bræðranna

Wright bræður ólust upp í Dayton, Ohio í Bandaríkjunum. Faðir þeirra, Milton Wright var biskub „í kirkju sameinaðra bræðra í kristi“ og hann var einnig ritstjóri dagblaðs sem kirkjan gaf út. [5] Vegna starfa föður þeirra, þurfti fjölskyldan að flytjast oft en þau seldu aldrei hús fjölskyldunnar í Dayton. Í húsinu voru tvö bókasöfn, annars vegar bókasafn með guðfræðilegu efni og hins vegar bókasafn með fjölbreyttu efni að öðru tagi. Í því umhverfi sem þeir bræður ólust upp í voru börn kvött til að stunda andlega íhugun og til að rannsaka það sem vakti forvitni þeirra. Bræðurnir undu hag sínum við lestur bóka á bókasafni fjölskyldunnar og í gegnum veru sína þar kviknaði áhugi Wright bræðra á flugi. Þegar Wilbur var ellefu ára og Orville sjö ára gaf pabbi þeirra þeim litla leikfangaþyrlu sem var gerð úr korki, bambus og pappír og svo teygju sem var snúið upp á til þess að láta spaðann snúast. Þetta leikfang byggðist á uppfinningu franska brautryðjandans í flugi, Alphonse Penaud. Bræðrunum fannst þyrlan svo merkileg að þeir eyddu næstu árum á eftir í að byggja samskonar þyrlur nema þeir reyndu alltaf að stækka þær en því meir sem þeir stækkuðu þær því verri urðu flugeiginleikarnir. Bræðurnir hættu eftir nokkurra ára tilraunir að þróa þyrluna og snéru sér að tilraunum með flugdreka. [6]

Other Languages
aragonés: Chirmans Wright
العربية: الأخوان رايت
asturianu: Hermanos Wright
azərbaycanca: Rayt qardaşları
беларуская: Браты Райт
беларуская (тарашкевіца)‎: Райт (браты)
български: Братя Райт
brezhoneg: Breudeur Wright
bosanski: Braća Wright
Ελληνικά: Αδελφοί Ράιτ
Esperanto: Fratoj Wright
español: Hermanos Wright
euskara: Wright anaiak
ગુજરાતી: રાઈટ બંધુઓ
हिन्दी: राइट बंधु
hrvatski: Braća Wright
Bahasa Indonesia: Wright Bersaudara
italiano: Fratelli Wright
日本語: ライト兄弟
한국어: 라이트 형제
Lëtzebuergesch: Bridder Wright
lietuvių: Broliai Raitai
latviešu: Brāļi Raiti
मैथिली: राइट बन्धु
олык марий: Райт иза-шольо
македонски: Браќа Рајт
монгол: Ах дүү Райт
मराठी: राइट बंधू
Bahasa Melayu: Wright bersaudara
Mirandés: Armanos Wright
မြန်မာဘာသာ: ရိုက်ညီနောင်
Napulitano: Frate Wright
नेपाल भाषा: राईट दाजुकिजा
Nederlands: Gebroeders Wright
norsk nynorsk: Wright-brørne
ਪੰਜਾਬੀ: ਰਾਇਟ ਭਰਾ
Piemontèis: Frej Wright
português: Irmãos Wright
română: Frații Wright
русский: Братья Райт
sicilianu: Frati Wright
srpskohrvatski / српскохрватски: Braća Wright
Simple English: Wright brothers
slovenčina: Bratia Wrightovci
slovenščina: Brata Wright
српски / srpski: Браћа Рајт
татарча/tatarça: Rayt bertuğannar
ئۇيغۇرچە / Uyghurche: ئاكا-ئۇكا رايتلار
українська: Брати Райт
Tiếng Việt: Anh em nhà Wright
хальмг: Братья Райт
中文: 莱特兄弟
Bân-lâm-gú: Wright hiaⁿ-tī
粵語: 萊特兄弟