Wikipedia:Sannreynanleikareglan

Lágmarkskrafa sem gerð er til efnis á Wikipediu eru sannreynanleiki. Þetta þýðir að í alfræðiritinu á einungis heima efni sem hægt er að staðfesta í áreiðanlegum, útgefnum heimildum. Sannreynanleikareglan (eða staðfestingarreglan) er ein af þremur meginreglum Wikipediu um efni alfræðiritsins. Hinar tvær eru hlutleysisreglan og reglan um engar frumrannsóknir. Saman sjá þessar reglur um að greinar alfræðiritsins séu alfræðilegar í eðli sínu og vel unnar. Varast skal að beita þeim eða túlka þær í einangrun hverja frá annarri; höfundar á Wikipediu ættu að kynna sér allar þrjár reglurnar. Wikipedia byggir á þessum reglum og þær má aldrei afnema eða hundsa. Hins vegar skal hafa í huga að ýmis matsatriði geta komið upp í beitingu reglanna og þær skyldi ávallt túlka með hliðsjón af almennri heilbrigðri skynsemi.

Reglan

1. Greinar ættu einvörðungu að innihalda efni sem hefur verið birt í traustum heimildum.
2. Höfundar greina ættu að vísa í traustar heimildir hvenær sem það er mögulegt eða fýsilegt; ella gæti framlagið verið fjarlægt af öðrum notanda alfræðiritsins.
3. Byrðin að vísa í heimildir liggur hjá þeim sem vill bæta við efni, ekki hjá þeim sem fjarlægir það.
Other Languages
Bahasa Indonesia: Wikipedia:Pemastian
Bahasa Melayu: Wikipedia:Pengesahan
Simple English: Wikipedia:Verifiability