Venesúela
English: Venezuela

República Bolivariana de Venezuela
Fáni VenesúelaSkjaldarmerki Venesúela
FániSkjaldarmerki
Kjörorð:
ekkert
Þjóðsöngur:
Gloria al Bravo Pueblo
Staðsetning Venesúela
HöfuðborgKarakas
Opinbert tungumálspænska
StjórnarfarSambandslýðveldi

ForsetiNicolás Maduro[ath 1]
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
33. sæti
912.050 km²
0,32
Mannfjöldi
 - Samtals (2014)
 - Þéttleiki byggðar
44. sæti
28.868.486[
32/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2013
408,805 millj. dala (33. sæti)
13.634 dalir (73. sæti)
Gjaldmiðillbólívar (VEB)
TímabeltiUTC-4
Þjóðarlén.ve
Landsnúmer58
  1. Mörg ríki viðurkenna Juan Guaidó sem forseta Venesúela fremur en Maduro.

Venesúela (spænska: República Bolivariana de Venezuela) er land í norðurhluta Suður-Ameríku með strönd að Karíbahafi og Atlantshafi í norðri og landamæri að Gvæjana í austri, Brasilíu í suðri og Kólumbíu í vestri. Úti fyrir strönd Venesúela eru eyríkin Arúba, Hollensku Antillaeyjar og Trínidad og Tóbagó. Englafossar, hæsti foss heims, 979 metar að hæð, eru í Canaimaþjóðgarðinum í suðausturhluta Venesúela. Venesúela er eitt af þeim löndum heims þar sem líffræðileg fjölbreytni er talin mest. Landið nær frá Andesfjöllum í vestri að Amasónfrumskóginum í austri. Innan landamæra þess er stór hluti hitabeltisgresjunnar Los Llanos og það á auk þess strönd að Karíbahafi. Ósar Orinoco eru í austurhluta landsins.

Spánverjar stofnuðu nýlendu í Venesúela árið 1522, þrátt fyrir mótspyrnu frumbyggja. Árið 1811 lýsti nýlendan yfir sjálfstæði, fyrst allra spænskra nýlendna í Suður-Ameríku. Árið 1821 varð Venesúela hluti af sambandsríkinu Stór-Kólumbíu sem náði yfir norðvesturhluta Suður-Ameríku og syðsta hluta Mið-Ameríku. Árið 1830 gerðu íbúar uppreisn undir stjórn José Antonio Páez sem varð í kjölfarið fyrsti forseti Venesúela. Þrælahald var afnumið í landinu árið 1854 en saga þess á 19. öld einkenndist af pólitískum óstöðugleika og einræði. Lýðræði var komið á árið 1958 en efnahagsáföll á 9. og 10. áratug 20. aldar leiddu til Caracazo-uppþotanna og tveggja valdaránstilrauna árið 1992. Í forsetakosningum árið 1998 komst Hugo Chávez til valda og stjórnlagaþing Venesúela 1999 samdi nýja stjórnarskrá. Eftir lát Chávez árið 2013 hófust útbreidd mótmæli og uppþot andstæðinga stjórnarinnar.

Venesúela er sambandsríki þar sem forsetinn leiðir ríkisstjórn. Landið skiptist í 23 fylki, höfuðborgarumdæmi Venesúela og alríkissvæði (eyjarnar undan strönd landsins). Venesúela gerir auk þess formlegt tilkall til landsvæðis í Gvæjana vestan við ána Essequibo (Guayana Esequiba).

Íbúar Venesúela eru um 29 milljónir og búa langflestir í borgum í norðurhluta landsins, þar af um þrjár milljónir í höfuðborginni, Caracas, sem er jafnframt stærsta borg landsins. Eftir að jarðolía fannst í landinu á fyrri hluta 20. aldar hefur Venesúela verið eitt mesta olíuútflutningsríki heims, en áður byggðist efnahagslíf landsins á kaffi- og kakóræktun. Lækkun olíuverðs á 9. áratugnum leiddi til skuldakreppu og langvinnrar efnahagskreppu þar sem hlutfall íbúa undir fátæktarmörkum náði 66% árið 1995 og verðbólga náði 100% árið 1996. Hækkun olíuverðs frá 2001 hefur aftur bætt hag landsins verulega. Dregið hefur úr ójöfnuði og fátækt. Vöruskortur árið 2013 leiddi til gengisfellingar og aukinnar verðbólgu. Frá árinu 2015 hafa um 4 milljónir flúið land vegna kreppunnar. [1]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að .
  • tilvísanir
Other Languages
адыгабзэ: Венесуэлэ
Afrikaans: Venezuela
Alemannisch: Venezuela
አማርኛ: ቬኔዝዌላ
aragonés: Venezuela
Ænglisc: Feneswela
العربية: فنزويلا
ܐܪܡܝܐ: ܒܢܙܘܝܠܐ
asturianu: Venezuela
Aymar aru: Winïxwila
azərbaycanca: Venesuela
تۆرکجه: ونزوئلا
башҡортса: Венесуэла
Boarisch: Venezuela
žemaitėška: Venesoela
Bikol Central: Benesuela
беларуская: Венесуэла
беларуская (тарашкевіца)‎: Вэнэсуэла
български: Венецуела
भोजपुरी: वेनेजुएला
Bislama: Venezuela
bamanankan: Venezuela
বিষ্ণুপ্রিয়া মণিপুরী: ভেনেজুয়েলা
brezhoneg: Venezuela
bosanski: Venecuela
буряад: Венесуэлэ
català: Veneçuela
Chavacano de Zamboanga: Venezuela
Mìng-dĕ̤ng-ngṳ̄: Venezuela
нохчийн: Венесуэла
Cebuano: Venezuela
Chamoru: Venezuela
ᏣᎳᎩ: ᏪᏁᏑᏪᎳ
کوردی: ڤێنیزوێلا
corsu: Venezuela
qırımtatarca: Venesuela
čeština: Venezuela
Чӑвашла: Венесуэла
Cymraeg: Feneswela
dansk: Venezuela
Deutsch: Venezuela
Zazaki: Venezuela
dolnoserbski: Venezuela
डोटेली: भेनेजुयला
ދިވެހިބަސް: ވެނެޒުއޭލާ
eʋegbe: Venezuela
Ελληνικά: Βενεζουέλα
emiliàn e rumagnòl: Venesüela
English: Venezuela
Esperanto: Venezuelo
español: Venezuela
eesti: Venezuela
euskara: Venezuela
estremeñu: Veneçuela
فارسی: ونزوئلا
suomi: Venezuela
Võro: Venezuela
Na Vosa Vakaviti: Venezuela
føroyskt: Venesuela
français: Venezuela
arpetan: Venezuèla
Nordfriisk: Venezuela
furlan: Venezuela
Frysk: Fenezuëla
Gaeilge: Veiniséala
Gagauz: Venesuela
kriyòl gwiyannen: Vénézwéla
Gàidhlig: A' Bheiniseala
galego: Venezuela
Avañe'ẽ: Venesuéla
गोंयची कोंकणी / Gõychi Konknni: व्हेनेझुएला
ગુજરાતી: વેનેઝુએલા
客家語/Hak-kâ-ngî: Venezuela
Hawaiʻi: Wenekola
עברית: ונצואלה
हिन्दी: वेनेज़ुएला
Fiji Hindi: Venezuela
hrvatski: Venezuela
hornjoserbsce: Venezuela
Kreyòl ayisyen: Venezwela
magyar: Venezuela
հայերեն: Վենեսուելա
interlingua: Venezuela
Bahasa Indonesia: Venezuela
Interlingue: Venezuela
Igbo: Venezuela
Ilokano: Venezuela
ГӀалгӀай: Венесуэла
italiano: Venezuela
日本語: ベネズエラ
Patois: Venizuela
la .lojban.: benesuel
ქართული: ვენესუელა
Qaraqalpaqsha: Venesuela
Taqbaylit: Venezuela
Адыгэбзэ: Венесуелэ
Kabɩyɛ: Fenezuyeelaa
Kongo: Beneswela
қазақша: Венесуэла
kalaallisut: Venezuela
한국어: 베네수엘라
къарачай-малкъар: Венесуэла
kurdî: Venezuela
kernowek: Veneswela
Кыргызча: Венесуэла
Latina: Venetiola
Ladino: Venezuela
Lëtzebuergesch: Venezuela
лезги: Венесуэла
Lingua Franca Nova: Venezuela
Limburgs: Venezuela
Ligure: Venezuela
lumbaart: Venezuela
lingála: Venezwela
لۊری شومالی: ڤنزوئلا
lietuvių: Venesuela
latgaļu: Venecuela
latviešu: Venecuēla
मैथिली: भेनेजुएला
мокшень: Венезуела
Malagasy: Venezoela
олык марий: Венесуэла
Minangkabau: Venezuela
македонски: Венецуела
മലയാളം: വെനസ്വേല
монгол: Венесуэл
кырык мары: Венесуэла
Bahasa Melayu: Venezuela
Malti: Veneżwela
эрзянь: Венесуэла
مازِرونی: ونزوئلا
Nāhuatl: Venezuela
Napulitano: Venezuela
Plattdüütsch: Venezuela
नेपाली: भेनेजुएला
नेपाल भाषा: भेनेजुएला
Nederlands: Venezuela
norsk nynorsk: Venezuela
norsk: Venezuela
Novial: Venezuela
Nouormand: Vénézuéla
occitan: Veneçuèla
Livvinkarjala: Venesuela
ਪੰਜਾਬੀ: ਵੈਨੇਜ਼ੁਐਲਾ
Pangasinan: Venezuela
Kapampangan: Beneswela
Papiamentu: Venezuela
Norfuk / Pitkern: Wenezuela
polski: Wenezuela
Piemontèis: Venessuela
پنجابی: وینزویلا
português: Venezuela
Runa Simi: Winisuyla
rumantsch: Venezuela
romani čhib: Venezuela
Kirundi: Venezuela
română: Venezuela
tarandíne: Venezuela
русский: Венесуэла
русиньскый: Венеcуела
Kinyarwanda: Venezuwela
संस्कृतम्: वेनेजुयेला
саха тыла: Венесуэла
ᱥᱟᱱᱛᱟᱲᱤ: ᱵᱷᱮᱱᱮᱡᱩᱭᱮᱞᱟ
sardu: Venezuela
sicilianu: Venezzuela
Scots: Venezuela
davvisámegiella: Venezuela
srpskohrvatski / српскохрватски: Venezuela
Simple English: Venezuela
slovenčina: Venezuela
slovenščina: Venezuela
Gagana Samoa: Venesuela
chiShona: Venezuela
Soomaaliga: Fanansuwela
shqip: Venezuela
српски / srpski: Венецуела
Sranantongo: Venswelikondre
Seeltersk: Venezuela
svenska: Venezuela
Kiswahili: Venezuela
ślůnski: Wynezuela
తెలుగు: వెనుజులా
tetun: Venezuela
тоҷикӣ: Венесуэла
ትግርኛ: ቨኒዙአላ
Türkmençe: Wenesuela
Tagalog: Venezuela
Tok Pisin: Venesuwela
Türkçe: Venezuela
татарча/tatarça: Венесуэла
удмурт: Венесуэла
ئۇيغۇرچە / Uyghurche: ۋېنېسۇئېلا
українська: Венесуела
oʻzbekcha/ўзбекча: Venesuela
vèneto: Venesueła
vepsän kel’: Venesuel
Tiếng Việt: Venezuela
Volapük: Venesolän
walon: Venezwela
Winaray: Venezuela
Wolof: Benesuwela
吴语: 委内瑞拉
მარგალური: ვენესუელა
ייִדיש: ווענעזועלע
Yorùbá: Fenesuela
Vahcuengh: Venezuela
Zeêuws: Venezuela
中文: 委內瑞拉
文言: 委內瑞拉
Bân-lâm-gú: Venezuela
粵語: 委內瑞拉
isiZulu: Venezuela