Taívan
English: Taiwan

中華民國
ZhongHuá MínGuó
Fáni Lýðveldisins KínaSkjaldarmerki Lýðveldisins Kína
FániSkjaldarmerki
Þjóðsöngur:
中華民國國歌
Staðsetning Lýðveldisins Kína
HöfuðborgTaípei
Opinbert tungumálkínverska
StjórnarfarLýðveldi

Forseti
Forsætisráðherra
Tsai Ing-wen
Su Tseng-chang
Sjálfstæði
 - Stofnun1. janúar 1912 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
140. sæti
36.193 km²
10,3%
Mannfjöldi
 - Samtals (2013)
 - Þéttleiki byggðar
52. sæti
23.373.517
644/km²
VLF (KMJ)áætl. 2014
 - Samtals517,019 millj. dala (20. sæti)
 - Á mann22.002 dalir (18. sæti)
VÞL (2014)Increase2.svg 0.882 (21. sæti)
GjaldmiðillNýr Taívandalur
TímabeltiUTC +8
Þjóðarlén.tw
Landsnúmer886

Lýðveldið Kína (hefðbundin kínverska: 中華民國, einfölduð kínverska: 中华民国; Wade-Giles: Chung-hua Min-kuo, Tongyong Pinyin: JhongHuá MínGuó, Hanyu Pinyin: Zhōnghuá Mínguó) er lýðræðisríki sem nær nú yfir eyjuna Taívan, Pescadoreseyjar, Kinmeneyjar og Matsueyjar undan strönd meginlands Kína. Nafnið Taívan er oft notað til að vísa til þessa ríkis en „Kína“ til að vísa til Alþýðulýðveldisins Kína á meginlandinu.

Taívan var áður þekkt sem „Formósa“. Íbúar voru aðallega taívanskir frumbyggjar þegar hollenskir og spænskir kaupmenn komu sér þar fyrir á 17. öld. Kínverski sjóræninginn Koxinga hrakti Hollendinga þaðan árið 1662 og stofnaði konungsríkið Tungning. Tjingveldið lagði eyjuna síðan undir sig árið 1683. Kína lét Japönum eyjuna eftir árið 1895. Lýðveldið Kína var stofnað á meginlandi Kína árið 1912 þegar síðasti keisarinn sagði af sér. Eftir lok Síðari heimsstyrjaldar fengu Kínverjar aftur yfirráð yfir eyjunni. Þegar kínverski kommúnistaflokkurinn náði völdum á meginlandi Kína árið 1949 fluttist stjórn þjóðernissinna undir forystu Chiang Kai-shek hershöfðingja til Taívan. Stjórnin gerir tilkall til alls Kína og lengi vel var hún eina alþjóðlega viðurkennda stjórn landsins.

Lýðveldið Kína var eitt af 51 stofnríkjum Sameinuðu þjóðanna og eitt af þeim fimm ríkjum sem sátu í upprunalega öryggisráðinu. Árið 1971 tók Alþýðulýðveldið Kína sæti þess hjá Sameinuðu þjóðunum og heldur því enn. Flest ríki ákváðu síðan að viðurkenna Alþýðulýðveldið Kína sem sjálfstætt ríki í stað Lýðveldisins Kína en Lýðveldið Kína er nú viðurkennt sem sjálfstætt ríki af 26 ríkjum. Alþýðulýðveldið Kína viðurkennir ekki yfirráð Lýðveldisins Kína yfir eyjunni og telur hana formlega vera 23. hérað Kína.

Á síðari hluta 20. aldar átti sér stað hröð iðnvæðing á Taívan og efnahagur landsins óx hratt. Taívan er einn af asísku tígrunum fjórum (ásamt Suður-Kóreu, Japan og Singapúr). Hátækniiðnaður Taívan er mikilvægur fyrir allan heim. Landið fær háar einkunnir fyrir fjölmiðlafrelsi, heilbrigðisþjónustu, menntun, efnahagsfrelsi og þróun.

Heiti

Nokkur ólík heiti hafa verið notuð yfir eyjuna Taívan í gegnum tíðina. Portúgalskir landkönnuðir nefndu hana Ilha Formosa („falleg eyja“) um miðja 16. öld. Smám saman varð heitið Formósa almennt heiti yfir eyjuna á Evrópumálum.

Heitið Taívan eða Tayouan kemur úr Sirayamáli frumbyggja eyjarinnar og merkir „útlendingar“. Það var notað yfir sandrif þar sem Hollenska Austur-Indíafélagið reisti verslunarstöðina Fort Zeelandia á fyrri hluta 17. aldar þar sem nú stendur borgin Tainan. Verslunarstöðin og nágrenni hennar varð höfuðstaður eyjarinnar og nafnið varð því smám saman að heiti yfir eyjuna sjálfa í kínversku.

Opinbert heiti landsins er Lýðveldið Kína. Upphaflega notaði stjórn þess við styttu útgáfuna „Kína“. Um miðja 20. öld var stundum notað heitið „þjóðríkið Kína“ eða „frjálsa Kína“ til aðgreiningar frá alþýðulýðveldinu á meginlandinu sem var kallað „kommúnistaríkið Kína“ eða „rauða Kína“. Eftir að landið missti sæti sitt hjá Sameinuðu þjóðunum til alþýðulýðveldisins árið 1971 hefur það almennt verið kallað Taívan eftir stærstu eyjunni.

Other Languages
Acèh: Taiwan
Afrikaans: Republiek China
Alemannisch: Republik China
العربية: تايوان
مصرى: تايوان
অসমীয়া: টাইৱান
azərbaycanca: Çin Respublikası
تۆرکجه: تایوان
Boarisch: Republik Kina
žemaitėška: Taivans
Bikol Central: Taiwan
беларуская: Тайвань
беларуская (тарашкевіца)‎: Рэспубліка Кітай
български: Република Китай
भोजपुरी: ताइवान
বাংলা: তাইওয়ান
བོད་ཡིག: ཐའེ་ཝན།
বিষ্ণুপ্রিয়া মণিপুরী: তাইৱান
brezhoneg: Republik Sina
bosanski: Tajvan
Chavacano de Zamboanga: Taiwán
Mìng-dĕ̤ng-ngṳ̄: Dṳ̆ng-huà Mìng-guók
нохчийн: Тайвань
Tsetsêhestâhese: Republic of China
کوردی: تایوان
qırımtatarca: Çin Cumhuriyeti
čeština: Tchaj-wan
kaszëbsczi: Tajwan
Чӑвашла: Тайвань
Cymraeg: Taiwan
dansk: Taiwan
dolnoserbski: Republika Chinskeje
डोटेली: ताइवान
ދިވެހިބަސް: ޖުމްހޫރީ ޗައިނާ
ཇོང་ཁ: ཏའི་ཝཱན་
eʋegbe: Taiwan
English: Taiwan
Esperanto: Tajvano
eesti: Taiwan
euskara: Taiwan
فارسی: تایوان
suomi: Taiwan
føroyskt: Taivan
français: Taïwan
Nordfriisk: Taiwan (republiik)
Frysk: Taiwan
Gaeilge: An Téaváin
贛語: 中華民國
kriyòl gwiyannen: Taywan
galego: Taiwán
Avañe'ẽ: Taiuã
गोंयची कोंकणी / Gõychi Konknni: तैवान
𐌲𐌿𐍄𐌹𐍃𐌺: 𐍄𐌰𐌹̈𐍅𐌰
ગુજરાતી: ચીની ગણતંત્ર
客家語/Hak-kâ-ngî: Chûng-fà Mìn-koet
Hawaiʻi: Taiuana
עברית: טאיוואן
Fiji Hindi: Republic of China
hrvatski: Republika Kina
hornjoserbsce: Chinska republika
Kreyòl ayisyen: Taywann
հայերեն: Թայվան
interlingua: Republica de China
Bahasa Indonesia: Republik Tiongkok
Interlingue: Taiwan
Ilokano: Taiwan
italiano: Taiwan
日本語: 中華民国
ქართული: ტაივანი
Qaraqalpaqsha: Tayvan
Kabɩyɛ: Tayɩwanɩ
ភាសាខ្មែរ: តៃវ៉ាន់
한국어: 중화민국
kurdî: Taywan
kernowek: Taywan
Кыргызча: Тайвань
Lëtzebuergesch: Republik China (Taiwan)
Lingua Franca Nova: Taiuan
Limburgs: Taiwan
Ligure: Taiwan
lumbaart: Taiwan
lingála: Taiwan
لۊری شومالی: تایڤان
lietuvių: Taivanas
मैथिली: ताइवान
Basa Banyumasan: Taiwan
Malagasy: Taiwan
олык марий: Тайвань
Māori: Taiwana
Minangkabau: Taiwan
македонски: Република Кина
മലയാളം: തായ്‌വാൻ
монгол: Тайвань
مازِرونی: تایوان
Dorerin Naoero: Republik Tsiene
Plattdüütsch: Republiek China
नेपाली: ताइवान
Oshiwambo: Taiwan
Nederlands: Taiwan
norsk nynorsk: Republikken Kina
ଓଡ଼ିଆ: ତାଇୱାନ
ਪੰਜਾਬੀ: ਤਾਈਵਾਨ
Papiamentu: Republika di China
Picard: Taïwan
Pälzisch: Taiwan
पालि: तैवान
Norfuk / Pitkern: Repablik o' Shiina
Piemontèis: Taiwan
پنجابی: تائیوان
پښتو: تایوان
português: Taiwan
Runa Simi: Chunwa Republika
română: Taiwan
русиньскый: Тайван
Kinyarwanda: Tayiwani
संस्कृतम्: तैवान
ᱥᱟᱱᱛᱟᱲᱤ: ᱛᱟᱭᱣᱟᱱ
sardu: Taiwan
sicilianu: Taiwan
davvisámegiella: Taiwan
srpskohrvatski / српскохрватски: Tajvan
සිංහල: තායිවානය
Simple English: Republic of China
slovenčina: Taiwan
slovenščina: Tajvan
Gagana Samoa: Saina Taipei
chiShona: Taiwan
Soomaaliga: Taywan
српски / srpski: Република Кина
SiSwati: IThayiwani
Seeltersk: Republik China
svenska: Taiwan
Kiswahili: Jamhuri ya China
தமிழ்: தைவான்
తెలుగు: తైవాన్
tetun: Taiwán
тоҷикӣ: Тайван
ትግርኛ: ታይዋን
Türkmençe: Taýwan
Tagalog: Taiwan
Türkçe: Tayvan
татарча/tatarça: Кытай Җөмһүрияте
удмурт: Тайвань
ئۇيغۇرچە / Uyghurche: تەيۋەن
українська: Республіка Китай
اردو: تائیوان
oʻzbekcha/ўзбекча: Xitoy Respublikasi
Tiếng Việt: Đài Loan
West-Vlams: Taiwan
Volapük: Tayvän
Wolof: Taaywaan
吴语: 中华民国
хальмг: Китдин Орн
მარგალური: ტაივანი
Vahcuengh: Cunghvaz Minzgoz
Zeêuws: Taiwan
中文: 中華民國
文言: 中華民國
Bân-lâm-gú: Tiong-hoâ Bîn-kok
粵語: 中華民國