Seinni heimsstyrjöldin
English: World War II

Seinni heimsstyrjöldin
Infobox collage for WWII.PNG
Réttsælis frá efra horni til vinstri: Kínverskar herdeildir í orrustunni um Wanjialing, ástralskar fallbyssur í fyrstu orrustunni við El Alamein, þýskar sprengjuflugvélar á austurvígstöðvunum í desember 1943, bandarísk herskip við innrásina í Lingayenflóa, Wilhelm Keitel að undirrita uppgjöf Þjóðverja, sovéskir hermenn í orrustunni um Stalíngrad.
Dagsetning1. september 19392. september 1945 (6 ár og 1 dagur)
Staðsetning
Niðurstaða

Sigur bandamanna

Stríðsaðilar
BandamennÖxulveldin
Leiðtogar
 • Flag of Germany (1935–1945).svg Adolf Hitler
 • Flag of Japan (1870–1999).svg Hirohito
 • Flag of Japan (1870–1999).svg Hideki Tojo
 • Flag of Italy (1861–1946).svg Benito Mussolini
 • Mannfall og tjón
  Hermenn látnir: Rúmlega 16.000.000
  Almennir borgarar látnir: Rúmlega 45.000.000
  Alls látnir: Rúmlega 61.000.000
  Hermenn látnir: Rúmlega 8.000.000
  Almennir borgarar látnir: Rúmlega 4.000.000
  Alls látnir: Rúmlega 12.000.000

  Seinni heimsstyrjöldin eða heimsstyrjöldin síðari var útbreidd styrjöld, sem hófst í Evrópu en breiddist síðan út til annarra heimsálfa og stóð í rúm sex ár. Meirihluti þjóða heims kom að henni með einhverjum hætti og var barist á vígvöllum víða um heim. Talið er að um 62 milljónir manna hafi fallið (sem á þeim tíma var 2,5% alls mannkyns) og að mun fleiri hafi særst og er hún mannskæðasta styrjöld mannkynssögunnar.

  Stríðið var háð á milli tveggja ríkjahópa. Annars vegar var um að ræða bandalag Bandaríkjanna, Breska samveldisins, Kína, Sovétríkjanna (eftir 1941) auk útlægrar ríkisstjórnar Frakklands og fjölda annarra ríkja sem gekk undir nafninu Bandamenn; hins vegar var bandalag Ítalíu, Japans og Þýskalands auk fleiri ríkja, sem gekk undir nafninu Öxulveldin eða Möndulveldin.

  Mest var barist í Evrópu og Austur-Asíu og á Kyrrahafi en einnig í Norður-Afríku.

  Venjulega er sagt að upphaf stríðsins hafi verið í Evrópu í kjölfar innrásar Þjóðverja í Pólland þann 1. september 1939 en Bretar og Frakkar lýstu yfir stríði á hendur Þjóðverjum tveimur dögum síðar. Átökin í Evrópu breiddust út á Atlantshaf og til Norður-Afríku. Stríð hafði brotist út fyrr í Asíu og er þá ýmist miðað við innrás Japana í Kína árið 1937 eða jafnvel innrás þeirra í Mansjúríu 1931 en þegar þeir réðust á flota Bandaríkjamanna í Perluhöfn á Hawaii fléttuðust saman stríðið í Asíu og stríðið í Evrópu og Bandaríkin drógust einnig inn í átökin í Afríku og Evrópu. Í Evrópu lauk stríðinu með uppgjöf Þjóðverja 8. maí 1945 en stríðið hélt áfram í Asíu þar til Japanir gáfust upp 15. ágúst 1945 eftir að Bandaríkin höfðu varpað tveimur kjarnorkusprengjum á borgirnar Hiroshima 6. ágúst og Nagasaki 9. ágúst. Japanir gáfust formlega upp þann 2. september sama ár.

  Seinni heimsstyrjöldin hafði gríðarleg áhrif á alþjóðastjórnmál. Valdajafnvægi breyttist en til urðu tvö stórveldi, Bandaríkin og Sovétríkin. Máttur eldri stórvelda fór þverrandi en stríðið skildi eftir sig sviðna jörð víðast hvar í Evrópu auk þess sem jafnvel sigurvegarar sátu eftir með gríðarháar stríðsskuldir. Þá má segja að seinni heimsstyrjöldin hafi markað endalok heimsveldsisstefnunnar sem Evrópuríkin höfðu fylgt frá 19. öld. Evrópa skiptist í tvennt, Austur-Evrópu og Vestur-Evrópu, sem áhrifasvæði stórveldanna; tvö hernaðarbandalög voru stofnuð, NATO og Varsjárbandalagið og kalda stríðið hófst. Sameinuðu þjóðirnar voru einnig stofnaðar í kjölfar stríðsins.

  Other Languages
  Alemannisch: Zweiter Weltkrieg
  žemaitėška: Ontra svieta vaina
  беларуская (тарашкевіца)‎: Другая сусьветная вайна
  Bislama: Wol Wo Tu
  brezhoneg: Eil Brezel-bed
  Chavacano de Zamboanga: Segunda Guerra Mundial
  qırımtatarca: Ekinci Cian cenki
  dolnoserbski: Druga swětowa wójna
  emiliàn e rumagnòl: Secånda guèra mundièl
  English: World War II
  Esperanto: Dua mondmilito
  estremeñu: II Guerra Mundial
  Nordfriisk: Naist Wäältkrich
  kriyòl gwiyannen: Ségonn Lagèr mondyal
  Gàidhlig: An Dàrna Cogadh
  客家語/Hak-kâ-ngî: Thi-ngi-chhṳ Sṳ-kie Thai-chan
  Fiji Hindi: World War II
  hornjoserbsce: Druha swětowa wójna
  Kreyòl ayisyen: Dezyèm Gè mondyal
  Bahasa Indonesia: Perang Dunia II
  Patois: Wol Waar II
  къарачай-малкъар: Экинчи дуния къазауат
  Ripoarisch: Zweide Weltkresch
  Lëtzebuergesch: Zweete Weltkrich
  Lingua Franca Nova: Gera Mundal Du
  لۊری شومالی: جٱنڳ جهونی دۏئم
  Basa Banyumasan: Perang Donya II
  Minangkabau: Parang Dunia II
  Bahasa Melayu: Perang Dunia Kedua
  မြန်မာဘာသာ: ဒုတိယ ကမ္ဘာစစ်
  مازِرونی: جهونی جنگ دوم
  Dorerin Naoero: Eaket Eb II
  Plattdüütsch: Tweete Weltkrieg
  Nedersaksies: Tweede Wereldoorlog
  नेपाल भाषा: तःहताः २
  norsk nynorsk: Andre verdskrigen
  Norfuk / Pitkern: Werl War II
  davvisámegiella: Nubbi máilmmisoahti
  srpskohrvatski / српскохрватски: Drugi svjetski rat
  Simple English: World War II
  slovenščina: Druga svetovna vojna
  српски / srpski: Други светски рат
  Türkmençe: İkinji Jahan Urşy
  ئۇيغۇرچە / Uyghurche: ئىككىنچى دۇنيا ئۇرۇشى
  oʻzbekcha/ўзбекча: Ikkinchi jahon urushi
  vepsän kel’: Toine mail'man soda
  Volapük: Volakrig telid