Pikriksýra
English: Picric acid

Pikriksýra er lífræn sýra sem hefur verið notuð sem sprengiefni. Hún var notuð í fallbyssukúlur í fyrri og seinni heimstyrjöldinni. Pikriksýra er notuð á rannsóknarstofum og til sótthreinsunar. Af öryggisástæðum er mælt með því að pikriksýra sé geymd í fljótandi formi og rannsóknarstofur geyma þessa sýru í flöskum undir vatnslagi. Ekki má geyma pikriksýru í málmílátum. Ef pikriksýra hefur þornað upp er oft leitað til sprengjueyðingaraðila. Í herskipum sem hafa sokkið er oft pikriksýra og þannig aðstæður að hún hefur komist í snertingu við málm. Það gerir að verkum að mikil sprengihætta getur skapast. Pikriksýra fannst í fallbyssukúlum í flaki El Grillo á botni Seyðisfjarðar.

Pikriksýra er fyrst nefnd í riti eftir Johann Rudolph Glauber frá árinu 1742. Árið 1873 sýndi Hermann Sprengel fram á að pikriksýru mætti nota sem sprengiefni og árið 1894 var þróuð í Rússlandi aðferð til að búa til sprengikúlur. Skömmu seinna var pikriksýra orðin aðalsprengjuefni hervelda heimsins. Hins vegar kom í ljós að mjög hættulegt var að nota pikriksýru og það kom sérstaklega fram í Sprengingunni miklu í Halifax 6. desember 1917 þegar skip hlaðið sprengiefni, þar með talið miklu af pikriksýru, sprakk í loft upp.

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að .
Other Languages
العربية: حمض البيكريك
azərbaycanca: Trinitrofenol
تۆرکجه: پیکریک اسید
беларуская: Трынітрафенол
kaszëbsczi: Melinit
dansk: Pikrinsyre
Deutsch: Pikrinsäure
Ελληνικά: Πικρικό οξύ
English: Picric acid
Esperanto: Pikrata acido
español: Ácido pícrico
euskara: Azido pikriko
français: Acide picrique
magyar: Pikrinsav
italiano: Acido picrico
日本語: ピクリン酸
қазақша: Мелинит
한국어: 피크린산
lietuvių: TNP
latviešu: Pikrīnskābe
Bahasa Melayu: Asid pikrik
Nederlands: Picrinezuur
norsk: Pikrinsyre
português: Ácido pícrico
română: Acid picric
srpskohrvatski / српскохрватски: Pikrinska kiselina
slovenčina: 2,4,6-trinitrofenol
slovenščina: Pikrinska kislina
српски / srpski: Pikrinska kiselina
svenska: Pikrinsyra
Türkçe: Pikrik asit
українська: Пікринова кислота
oʻzbekcha/ўзбекча: Trinitrofenol
Tiếng Việt: Axit picric
中文: 苦味酸