Norður-Írland

Norður-Írland
Northern Ireland (enska)
Tuaisceart Éireann (gelíska)
Norlin Airlann (ulsterskoska)
Fáni BretlandsSkjaldamerki Bretlands
FániSkjaldarmerki
Staðsetning Bretlands
HöfuðborgBelfast
Opinbert tungumálenska, írska og ulsterskoska
Stjórnarfar
Bretlandsdrottning
Forsætisráðherra
Þingbundin konungsstjórn
Elísabet 2.
Peter Robinson
Hluti Bretlands
 - Government of Ireland Act1921 
 - Constitution Act1973 
 - Northern Ireland Act1974 
 - Northern Ireland Act1998 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
*. sæti
13.843 km²
?
Mannfjöldi
 - Samtals (2015)
 - Þéttleiki byggðar
*. sæti
1.846.222
133/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2011
48,36 millj. dala (*. sæti)
25.859 dalir (*. sæti)
Gjaldmiðillsterlingspund
TímabeltiUTC+1 (UTC+2 á sumrin)
Þjóðarlén..ie, .uk
Landsnúmer+353 48, +44 48

Norður-Írland er eitt af fjórum löndum sem mynda Bretland. Það er á Norðaustur-Írlandi og á landamæri að Írska lýðveldinu í suðvestri. Íbúar Norður-Írlands eru um 1,8 milljónir, sem er þriðjungur allra íbúa Írlands og um 3% íbúa Bretlands. Þing Norður-Írlands var stofnað í kjölfar Föstudagssáttmálans 1998 og tekur ákvarðanir í mörgum stefnumálum þótt mest völd séu hjá ríkisstjórn Bretlands. Norður-Írland á í samstarfi við Írska lýðveldið í ýmsum málum og hefur það hlutverk að setja fram stefnu til að draga úr ágreiningi milli stjórna landanna.

Norður-Írland varð til árið 1921 þegar Írlandi var skipt með lögum frá breska þinginu þar sem meirihluti íbúa norðurhlutans voru fylgjandi sameiningu við Bretland. Flestir þeirra voru mótmælendatrúar og afkomendur innflytjenda frá Stóra-Bretlandi. Árið eftir var Írska fríríkið stofnað í suðurhlutanum. Á Norður-Írlandi er þó stór minnihluti kaþólskra íbúa sem líta á sig sem Íra fremur en Breta. Saga Norður-Írlands hefur mótast af átökum milli þessara hópa. Seint á 7. áratug 20. aldar hófst átakatími sem er kallaður „The Troubles“ og stóð í þrjá áratugi. Friðarferli náði hátindi sínum með Föstudagssáttmálanum 1998 þótt aðskilnaður og tortryggni milli hópa séu enn vandamál.

Norður-Írland var sögulega iðnvæddasti hluti eyjarinnar. Eftir hnignunarskeið vegna átakanna hefur atvinnulíf tekið við sér frá því seint á 10. áratugnum vegna aukinna viðskipta við Írska lýðveldið og aukningu ferðaþjónustu. Atvinnuleysi á Norður-Írlandi náði hámarki 1986 þegar það var yfir 17%. Það er nú svipað og annars staðar í Bretlandi.

Frægir Norður-Írar eru meðal annars Van Morrison, Rory McIlroy, Joey Dunlop og George Best. Sumir Norður-Írar, eins og Seamus Heaney og Liam Neeson, líta fyrst og fremst á sig sem Íra. Menningarleg tengsl við bæði Írska lýðveldið og Bretland eru margþætt og flókin. Í íþróttum sendir Írland stundum eitt sameiginlegt lið og á Ólympíuleikunum geta Norður-Írar valið hvort þeir keppa fyrir Írska lýðveldið eða Bretland. Í Samveldisleikunum sendir Norður-Írland sérstakt lið.

Other Languages
Afrikaans: Noord-Ierland
Alemannisch: Nordirland
azərbaycanca: Şimali İrlandiya
башҡортса: Төньяҡ Ирландия
Boarisch: Noadirland
беларуская (тарашкевіца)‎: Паўночная Ірляндыя
brezhoneg: Norzhiwerzhon
bosanski: Sjeverna Irska
Chavacano de Zamboanga: Irlanda del Norte
Mìng-dĕ̤ng-ngṳ̄: Báe̤k Ireland
čeština: Severní Irsko
dansk: Nordirland
Deutsch: Nordirland
dolnoserbski: Pódpołnocna Irska
Esperanto: Nord-Irlando
euskara: Ipar Irlanda
estremeñu: Irlanda del Norti
føroyskt: Norðurírland
français: Irlande du Nord
Nordfriisk: Nuurdirlun
Gàidhlig: Èirinn a Tuath
गोंयची कोंकणी / Gõychi Konknni: उत्तर आयर्लंड
客家語/Hak-kâ-ngî: Pet Ireland
hrvatski: Sjeverna Irska
hornjoserbsce: Sewjerna Irska
Kreyòl ayisyen: Ilann dinò
interlingua: Irlanda del Nord
Bahasa Indonesia: Irlandia Utara
Interlingue: Nord-Irland
Basa Jawa: Irlandia Lor
ភាសាខ្មែរ: អៀរឡង់ខាងជើង
한국어: 북아일랜드
kernowek: Wordhen Gledh
Lëtzebuergesch: Nordirland
Lingua Franca Nova: Er Norde
Limburgs: Noord-Ierland
lietuvių: Šiaurės Airija
latviešu: Ziemeļīrija
македонски: Северна Ирска
Bahasa Melayu: Ireland Utara
مازِرونی: شمالی ایرلند
Napulitano: Irlanna d'o Nord
Nedersaksies: Noord-Ierlaand
Nederlands: Noord-Ierland
norsk nynorsk: Nord-Irland
Nouormand: Irlande du Nord
Piemontèis: Irlanda dël Nòrd
português: Irlanda do Norte
Runa Simi: Chinchay Ilanda
rumantsch: Irlanda dal Nord
română: Irlanda de Nord
armãneashti: Irlanda di Aratsile
sicilianu: Irlanna dû Nord
srpskohrvatski / српскохрватски: Sjeverna Irska
Simple English: Northern Ireland
slovenčina: Severné Írsko
slovenščina: Severna Irska
Soomaaliga: Waqooyiga Ayrland
српски / srpski: Северна Ирска
Seeltersk: Noudirlound
Basa Sunda: Irlandia Kalér
svenska: Nordirland
Tok Pisin: Noten Aialan
Türkçe: Kuzey İrlanda
татарча/tatarça: Төньяк Ирландия
українська: Північна Ірландія
oʻzbekcha/ўзбекча: Shimoliy Irlandiya
Tiếng Việt: Bắc Ireland
吴语: 北爱尔兰
Zeêuws: Noord-Ierland
中文: 北爱尔兰
Bân-lâm-gú: Pak Ài-ní-lân
粵語: 北愛爾蘭