Metanól

Methanol.svg

Metanól, einnig þekkt sem metýl alkóhól, karbinól, tréspíri, viðaralkóhól eða viðarspíri, er efnasamband með efnaformúluna CH3OH (oft skrifað sem MeOH). Það er einfalt alkóhól og er léttur, rokgjarn, litarlaus, eldfimur og eitraður vökvi með mjög sérstakri lykt sem er mjög svipuð en aðeins sætari en lyktin af etanóli (drykkjar alkóhól). Við stofuhita er efnið litarlaus vökvi og er notaður sem frostvari, leysir, eldsneyti og sem geymsla fyrir etanól. Metanól er einnig notað til að búa til biodiesel, í gegnum umestrunar-hvarf.

Metanól er framleitt náttúrulega í loftfirrðum hvörfum í mörgum tegundum baktería og er því náttúrulegt í umhverfinu. Þar af leiðandi er lítill prósentuhluti af metanólgufu í andrúmsloftinu. Eftir nokkra daga frá því að metanól sem er í umhverfinu varð til, hvarfast það við súrefni með hjálp sólarljóssins og myndar koldíoxíð og vatn. [1]

Efnaformúla:

2 CH3OH + 3 O2 → 2 CO2 + 4 H2O

Metanól-bruni er nánast alveg litarlaus þegar sólin skín, sem veldur aukinni hættu í umhverfinu. Vegna þess að metanól er eitrað er það vanalega notað sem íblöndunarefni fyrir etanól, sem notað er í iðnaði. Þessi viðbót af metanóli losar notendur iðnaðaretanólsins við það að greiða háan áfengisskatt sem væri annars lagður á etanólið eins og allt annað drykkjaráfengi. Metanól er oft kallað viðarspíri vegna þess að það var eitt sinn framleitt sem aukaafurð við þurreimingu á trjám. Nú er það búið til með fjölþrepa ferli. Jarðgasi eða kolagasi og gufu er komið fyrir í bræðsluofni til að búa til vetni og kolmónoxíð. Vetnið og kolmónoxíðið hvarfast svo við mikinn þrýsting og með hjálp hvata og myndar metanól.

Other Languages
Afrikaans: Metanol
العربية: ميثانول
অসমীয়া: মিথানল
asturianu: Metanol
azərbaycanca: Metanol
تۆرکجه: متانول
беларуская: Метанол
български: Метанол
বাংলা: মিথানল
bosanski: Metanol
català: Metanol
čeština: Methanol
Cymraeg: Methanol
dansk: Metanol
Deutsch: Methanol
Ελληνικά: Μεθανόλη
English: Methanol
Esperanto: Metanolo
español: Metanol
eesti: Metanool
euskara: Metanol
فارسی: متانول
suomi: Metanoli
français: Méthanol
Gaeilge: Meatánól
galego: Metanol
עברית: מתנול
हिन्दी: मेथेनॉल
hrvatski: Metanol
magyar: Metanol
հայերեն: Մեթիլալկոհոլ
interlingua: Methanol
Bahasa Indonesia: Metanol
italiano: Metanolo
日本語: メタノール
Basa Jawa: Metanol
қазақша: Метанол
한국어: 메탄올
Кыргызча: Метил спирти
Latina: Methanol
Lëtzebuergesch: Methanol
lietuvių: Metanolis
latviešu: Metanols
македонски: Метанол
മലയാളം: മെഥനോൾ
Bahasa Melayu: Metanol
မြန်မာဘာသာ: မက်သနောလ်
Nederlands: Methanol
norsk nynorsk: Metanol
norsk: Metanol
occitan: Metanòl
polski: Metanol
português: Metanol
Runa Simi: Methanul
română: Metanol
русский: Метанол
Scots: Methanol
srpskohrvatski / српскохрватски: Metanol
Simple English: Methanol
slovenčina: Metanol
slovenščina: Metanol
shqip: Metanoli
српски / srpski: Метанол
svenska: Metanol
Türkçe: Metanol
українська: Метанол
oʻzbekcha/ўзбекча: Metanol
Tiếng Việt: Methanol
Winaray: Methanol
吴语: 甲醇
中文: 甲醇
Bân-lâm-gú: Kap-sûn
粵語: 甲醇