Konungur Ítalíu

Fáni konungsríkisins Ítalíu frá 1861 til 1946.

Konungur Ítalíu er titill þjóðhöfðingja sem ekki er lengur í notkun frá því Ítalía varð lýðveldi árið 1946. Núverandi erfingi síðasta konungs Ítalíu, Viktor Emmanúel prins af Napólí, notast við titilinn konunglegur erfðaprins (principe reale ereditario).

Titillinn hefur verið notaður af mörgum, en enginn konungur Ítalíu réði yfir öllum Appennínaskaganum fyrr en í kjölfar sameiningar Ítalíu árið 1861 eftir að meirihluti kjósenda á Norður-Ítalíu hafði valið að gera landið að konungsríki í stað lýðveldis, líkt og margir sameiningarsinnar (eins og Giuseppe Garibaldi) höfðu barist fyrir. Í reynd var konungsríkið Sardinía þá látið ná yfir alla Ítalíu og konungur Sardiníu varð konungur Ítalíu.

Other Languages