Innsigli

Innsigli og innsiglisvax

Innsigli voru staðfestingartákn við skjöl en síðar tóku undirskriftir við. Á fornbréfum á skinni voru ekki undirskriftir heldur innsigli úr vaxi sem voru hengt við bréfin með innsiglisreimum. Á innsiglunum var mynd sem var á einhvern hátt táknræn fyrir innsigliseigandann eða tákn með texta umhverfis. Innsigli Marteins Lúthers er stundum notað sem tákn fyrir kristna trú. Opinberir embættismenn eins og sýslumenn höfðu innsigli og klaustur miðaldra höfðu líka sérstök innsigli og margir valdsmenn höfðu eigin innsigli til að merkja sín bréf og skjöl.

Ríki og borgir höfðu eigin innsigli. Innsigli Kaupmannahafnar var þrír turnar. Innsigli Íslands varð árið 1593 óflattur, afhausaður þorskur með kórónu konungs á strúpanum og vissi sporðurinn niður. [1][2]

Innsigli voru notuð til að staðfesta vitnisburði eins og að loknu prestaskólaprófi gaf forstöðumaður prestaskólans hverjum þeim, sem hefur aflokið því, vitnisburðarbrjef og setti undir það innsigli prestaskólans.[3]Innsigli voru líka notuð til að innsigla verðmætar vörur og voru peningar og verðmæti send á milli staða í innsigluðum umbúðum. Í auglýsingu um póstsendingar 1870 er tekið fram hvernig verði að búa um sendinguna og að verði að vera vefin með hampgirni (seglgarni), er eigi sé hnýtt saman, og sé bandið lakkað fast við umbúðirnar með innsigli þess, er sendir.[4]

Signethringur frá sjöttu öld.

Signethringir voru ein gerð af innsiglum og þá þannig að innsiglið var í staðinn fyrir stein á hringnum.

Other Languages
Alemannisch: Siegel
العربية: ختم
беларуская: Пячатка
čeština: Pečeť
Deutsch: Siegel
Ελληνικά: Σφραγίδα
English: Seal (emblem)
Esperanto: Sigelo
español: Sello (cuño)
eesti: Pitsat
suomi: Sinetti
français: Sceau
Gàidhlig: Seula
עברית: חותם
हिन्दी: मोहर (चिन्ह)
hrvatski: Pečat
magyar: Pecsét
日本語: 印章
қазақша: Мөр
한국어: 도장
lingála: Kasɛ́
lietuvių: Antspaudas
latviešu: Zīmogs
монгол: Тамга
Bahasa Melayu: Cap mohor
Nederlands: Zegel (waarmerk)
norsk nynorsk: Sigill
norsk: Segl
occitan: Sagèth
polski: Pieczęć
português: Sinete
română: Sigiliu
srpskohrvatski / српскохрватски: Pečat
Simple English: Seal (device)
slovenčina: Pečať
slovenščina: Pečat
српски / srpski: Печат
svenska: Sigill
українська: Гербова печатка
ייִדיש: זיגל
中文: 印章
文言: 印章
粵語: 圖章