Hefðbundin kínversk tákn

Hefðbundin kínversk tákn (繁体字,pinyin: fántǐzi) eða hefðbundin kínverska (繁体中文, pinyin: fántǐ zhōngwén) eru kínversk tákn sem eru eldri að gerð en einfaldaða gerðin. Táknin eru mest notuð í Taívan og Hong Kong ásamt vissum kínverskum fjölmiðlum erlendis. Hefðbundnu táknin voru lögð niður í meginlandinu og einfölduðu táknin tekin í gildi eftir að kínverskir kommúnistar komust til valda um 1950. Til aðgreiningar frá einfölduðum táknum þá þarf að skrifa hefðbundnu táknin með fleiri strokum heldur en þau einföldu. Ekki eru öll hefðbundnu táknin frábrugðin þeim einfölduðu, mörg þeirra eru eins. Einfölduðu formin á þessum táknum hafa þó verið í notkun frá árdögum kínverskunar sem auðveldari útgáfur af "formlegu" táknunum. Einfölduðu táknin voru notuð í skrautskrift og bókhald en þau hefðbundnu notuð í allt sem þurfti að vera vel læsilegt og ótvírætt.

Other Languages
Mìng-dĕ̤ng-ngṳ̄: Diòng-tūng Háng-cê
Bahasa Indonesia: Aksara Han tradisional
日本語: 繁体字
한국어: 정체자
پنجابی: روایتی چینی
srpskohrvatski / српскохрватски: Tradicionalno kinesko pismo
Tiếng Việt: Chữ Hán phồn thể
吴语: 繁体字
中文: 繁体字
文言: 傳統漢字
Bân-lâm-gú: Hoân-thé-jī
粵語: 傳統字