Gjaldmiðill
English: Currency

Bandarísk smámynt.

Gjaldmiðill eða verðmiðill nefnist eining sem gefur til kynna verðmæti og er notuð sem greiðslumiðill í viðskiptum með vörur og þjónustu. Gjaldmiðlar eru eitt form peninga ef peningar eru skilgreindir sem flutningsmiðill verðmæta sem hafa þó ekki eiginlegt verðmæti sjálfir. Oftast er aðeins einn gjaldmiðill ráðandi á tilteknu svæði, til þess að auðvelda viðskipti milli svæða með mismunandi gjaldmiðla er gengi þeirra skráð, þ.e. verðmæti gjaldmiðla gagnvart hverjum öðrum. Gengi gjaldmiðils ræðst af lögmálum framboðs og eftirspurnar á sama hátt og verð á vörum og þjónustu.

Oftast ákveður hvert land að gera einn ákveðinn gjaldmiðil að lögeyri í landinu sem veitir þeim gjaldmiðli yfirburðastöðu innan landsins, gjaldmiðlinum er stýrt af sérstakri ríkisstofnun sem kallast seðlabanki sem hefur einkarétt á því að framleiða gjaldmiðilinn og getur þannig stýrt framboðinu af honum þegar þörf krefur. Frá þessu geta þó verið undantekningar. Algengt er að mörg lönd noti sama nafnið fyrir gjaldmiðla sína, þar má nefna krónur sem er nafn gjaldmiðlanna sem Norðurlöndin fyrir utan Finnland nota. Mörg lönd geta einnig deilt sama gjaldmiðli og rekið sameiginlegan seðlabanka eins og er tilvikið með evruna. Lönd geta líka skilgreint gjaldmiðil annars lands sem sinn eigin lögeyri eins og Panama þar sem Bandaríkjadalur er notaður sem lögeyrir.

Algengast er að gjaldmiðli sé skipt í minni einingar, oftast 100. Til dæmis: 100 aurar = 1 króna, 100 sent = 1 dollari o.s.frv. Stundum kann gjaldmiðlinum að vera skipt í 10 eða 1000 parta en aðeins gjaldmiðli Máritaníu er ekki skipt eftir tugakerfi heldur í 5 parta. Sumum gjaldmiðlum er ekki skipt í minni einingar og á þetta við um íslensku krónuna þar sem aurar hafa verið teknir úr umferð.

Gjaldmiðill getur einnig verið vörur eða þjónusta eins og egg, dýr, kynlíf eða föt. Þeir eiginleikar sem góður gjaldmiðill þarf að hafa eru varanleiki, hreyfanleiki, deilanleiki og einsleitni.

  • tenglar

Tenglar

  Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að .
Other Languages
Afrikaans: Geldeenheid
Alemannisch: Währung
aragonés: Divisa
العربية: عملة
ܐܪܡܝܐ: ܙܘܙܐ
مصرى: عمله
авар: ГӀарац
azərbaycanca: Valyuta
تۆرکجه: پول بیریمی
башҡортса: Валюта
Boarisch: Wearung
žemaitėška: Valiota
беларуская: Валюта
беларуская (тарашкевіца)‎: Валюта
български: Валута
বাংলা: মুদ্রা
brezhoneg: Moneiz
bosanski: Valuta
català: Moneda
کوردی: دراو
qırımtatarca: Para birlemi
čeština: Měna
словѣньскъ / ⰔⰎⰑⰂⰡⰐⰠⰔⰍⰟ: Платьно срѣдьство
Cymraeg: Arian cyfred
dansk: Valuta
Deutsch: Währung
Zazaki: Doviz
English: Currency
Esperanto: Valuto
español: Moneda (divisa)
eesti: Valuuta
euskara: Dibisa
estremeñu: Monea
فارسی: واحد پول
suomi: Valuutta
føroyskt: Gjaldoyra
français: Devise (monnaie)
Gaeilge: Airgeadra
Gàidhlig: Ruith-airgid
galego: Moeda
Fiji Hindi: Mudra
hrvatski: Valuta
magyar: Valuta
հայերեն: Արժույթ
interlingua: Numerario
Bahasa Indonesia: Mata uang
italiano: Valuta
日本語: 通貨
Jawa: Valuta
ქართული: ვალუტა
Qaraqalpaqsha: Valyuta
Kabɩyɛ: Liidiye
қазақша: Валюта
ಕನ್ನಡ: ಚಲಾವಣೆ
한국어: 통화
къарачай-малкъар: Валюта
Кыргызча: Валюта
Lëtzebuergesch: Währung
lingála: Mosɔlɔ
lietuvių: Valiuta
latviešu: Valūta
Malagasy: Sandam-bola
олык марий: Окса иктык
македонски: Валута
മലയാളം: കറൻസി
मराठी: चलन
Bahasa Melayu: Mata wang
Mirandés: Moneda
မြန်မာဘာသာ: ငွေကြေး
Plattdüütsch: Geldsoort
Nedersaksies: Muntienhied
नेपाल भाषा: दां
Nederlands: Valuta
norsk nynorsk: Valuta
norsk: Valuta
Nouormand: Mounaie
Sesotho sa Leboa: Mašeleng
Ирон: Валютæ
Papiamentu: Moneda
Norfuk / Pitkern: Kurencii
polski: Waluta
Piemontèis: Valuda
پنجابی: کرنسی
português: Moeda
Runa Simi: Kañina
rumantsch: Valuta
română: Valută
русский: Валюта
русиньскый: Міна
саха тыла: Валюта
srpskohrvatski / српскохрватски: Valuta
Simple English: Currency
slovenščina: Valuta
shqip: Deviza
српски / srpski: Валута
Seeltersk: Munte
Sunda: Mata uang
svenska: Valuta
Kiswahili: Sarafu (mfumo)
தமிழ்: நாணயம்
తెలుగు: ద్రవ్యం
тоҷикӣ: Асъор
Türkçe: Döviz
татарча/tatarça: Valüta
тыва дыл: Валюта
удмурт: Валюта
українська: Валюта
oʻzbekcha/ўзбекча: Valyuta
vèneto: Vałuta
Tiếng Việt: Tiền tệ
walon: Manoye
Winaray: Pananalapi
吴语: 通货
მარგალური: ვალუტა
ייִדיש: וואלוטע
Yorùbá: Owóníná
中文: 通貨
Bân-lâm-gú: Thong-hòe
粵語: 通貨