Franklin D. Roosevelt

Franklin Roosevelt
FDR 1944 Color Portrait.tif
Franklin D. Roosevelt á ljósmynd eftir Leon A. Perski, 1944.
Forseti Bandaríkjanna
Í embætti
4. mars 1933 – 12. apríl 1945
Persónulegar upplýsingar
Fæddur30. janúar 1882
Hyde Park, New York, Bandaríkjunum
Látinn12. apríl 1945 (63 ára)Warm Springs, Georgíu, Bandaríkjunum
DánarorsökHeilablóðfall
StjórnmálaflokkurDemókrataflokkurinn
MakiEleanor Roosevelt (g. 1905)
BörnAnna Eleanor, James, Franklin, Elliott, Franklin Delano yngri, John Aspinwall
HáskóliHarvard-háskóli
StarfStjórnmálamaður
Þekktur fyrirAð leiða Bandaríkin út úr kreppuni sem að fylgdi fyrri heimstyrjöldini og fyrir að vera forseti Bandaríkjanna í seinni heimsstyrjöldini
Undirskrift

Franklin Delano Roosevelt (30. janúar 1882 - 12. apríl 1945), oft kallaður FDR, var 32. forseti Bandaríkjanna á árunum 1933 til 1945. Roosevelt fæddist í Hyde Park í New York-fylki. Franklin kvæntist eiginkonu sinni Eleanor 17. mars 1905 þrátt fyrir mótmæli móður hans. Saman eignuðust þau 6 börn; Önnu, James, Franklin Delano Jr. (lést nokkurra mánaða gamall), Elliot, annan Franklin Delano Jr. og loks John Aspinwall.

Franklin Roosevelt er af mörgum talinn einn merkasti einstaklingur 20. aldarinnar. Hann var 32. forseti Bandaríkjana og er jafnframt sá eini til að vera kosinn oftar en tvisvar sinnum. Ennfremur leiddi hann Bandaríkin í gegnum tvær af mestu hörmungum sem þau hafa þurft að ganga í gegnum, kreppuna miklu og seinni heimstyrjöldina. Hann tók við af Herbert Hoover árið 1933 en þá hafði kreppan mikla staðið yfir síðan 1929 eftir að fjármálakerfið hafði fallið. Með áætlun sinni „nýju gjöfinni“ (enska: „The New Deal“) tókst honum að gera Bandaríkin aftur að heimsveldinu sem það er í dag. Hann var einnig við stjórnvölinn í gegnum nærri alla seinni heimsstyrjöldina en eftir að hafa barist við lömunarveiki í rúma tvo áratugi lést hann þann 12. apríl árið 1945 úr heilablóðfalli, einungis þremur vikum áður en Þjóðverjar gáfust upp.

Other Languages
žemaitėška: Franklin D. Roosevelt
Bikol Central: Franklin D. Roosevelt
беларуская (тарашкевіца)‎: Франклін Дэлана Рузвэлт
Mìng-dĕ̤ng-ngṳ̄: Franklin D. Roosevelt
客家語/Hak-kâ-ngî: Franklin D. Roosevelt
hornjoserbsce: Franklin D. Roosevelt
Kreyòl ayisyen: Franklin Delano Roosevelt
Bahasa Indonesia: Franklin Delano Roosevelt
Lëtzebuergesch: Franklin D. Roosevelt
Lingua Franca Nova: Franklin Delano Roosevelt
Dorerin Naoero: Franklin D. Roosevelt
norsk nynorsk: Franklin D. Roosevelt
русиньскый: Франклін Рузвелт
srpskohrvatski / српскохрватски: Franklin Delano Roosevelt
Simple English: Franklin D. Roosevelt
татарча/tatarça: Franklin Delano Ruzvelt
ئۇيغۇرچە / Uyghurche: فرانكلىن روزۋېلت
oʻzbekcha/ўзбекча: Franklin Roosevelt
vepsän kel’: Ruzvel't Franklin Delano
Tiếng Việt: Franklin D. Roosevelt
Bân-lâm-gú: Franklin D. Roosevelt