Douglas MacArthur

Douglas MacArthur
Douglas MacArthur
Douglas MacArthur í Manila árið 1945.
Fæddur26. janúar 1880
Little Rock, Arkansas, Bandaríkjunum
Látinn5. apríl 1964
Washington, D.C., Bandaríkjunum
Starf/staðaHermaður
MakiLouise Cromwell Brooks (g. 1922; skilin 1929); Jean Faircloth (g. 1937)
BörnArthur MacArthur IV
ForeldrarArthur MacArthur yngri & Mary Pinkney Hardy MacArthur
Undirskrift

Douglas MacArthur (26. janúar 18805. apríl 1964) var bandarískur fimmstjörnuhershöfðingi og marskálkur Filippseyjahersins. Hann var yfirforingi Bandaríkjahersins á fjórða áratugnum og lék lykilhlutverk á Kyrrahafsvígstöðvunum í seinni heimsstyrjöldinni. Hann var sæmdur heiðursorðu (Medal of Honor) fyrir þjónustu sína í Filippseyjaherförinni, og urðu þeir faðir hans, Arthur MacArthur yngri, þá fyrstu feðgarnir sem báðir höfðu verið sæmdir orðunni.

Æviágrip

MacArthur fæddist inn í herfjölskyldu í bandaríska vestrinu og útskrifaðist með sóma úr hernaðarskóla Vestur-Texas og úr bandaríska hernaðarháskólanum West Point árið 1903, með hæstu einkunn í sínum bekk. Þegar Bandaríkin hertóku Veracruz árið 1914 fór MacArthur fyrir könnunarleiðangri og fékk fyrir það tilnefningu til heiðursorðunnar. Árið 1917 var hann hækkaður úr majórstign í ofurstatign og varð yfirforingi 42. fótgöngudeildarinnar. Í bardögum á vesturvígstöðvunum í fyrri heimsstyrjöldinni var hann gerður fylkishershöfðingi og aftur tilnefndur til heiðursorðunnar.

Frá 1919 til 1922 var MacArthur yfirmaður í bandaríska hernaðarháskólanum West Point, þar sem hann fór fyrir fjölda umbóta. Næsta verkefni hans var á Filippseyjum, þar sem hann tók árið 1924 þátt í því að kveða niður uppreisn filippeyskra herskáta. Árið 1925 varð MacArthur yngsti majór-hershöfðingi Bandaríkjahersins. Hann var árið 1928 forseti bandarísku Ólympíunefndarinnar á Sumarólympíuleikunum í Amsterdam. Árið 1930 varð hann yfirforingi Bandaríkjahersins og gegndi þeirri stöðu til 1937, en þá dró hann sig úr hernum og varð hernaðarráðgjafi ríkisstjórnar Filippseyja.

MacArthur var kallaður til herstarfa á ný árið 1941 og gerður foringi austurlandahers Bandaríkjanna í stríðinu við japanska keisaradæmið. Í fyrstu var stríðið reiðarslag fyrir Bandaríkjamenn: Herflugvélum landsins var gereytt þann 8. desember 1941 og Japanir gerðu í kjölfarið innrás í Filippseyjar. Herlið MacArthur neyddust fljótt til að hörfa til Bataan, þar sem þau þraukuðu fram í maí 1942. Í mars 1942 tókst MacArthur og fjölskyldu hans að flýja til Ástralíu, þar sem MacArthur varð yfirherforingi Suðvestur-Kyrrahafsvígstöðvanna. Þegar MacArthur kom til Ástralíu hélt hann fræga ræðu fyrir Filippseyinga og lofaði þeim: „Ég mun snúa aftur.“ Honum tókst að uppfylla það loforð eftir tveggja ára átök á Kyrrahafi. MacArthur var sæmdur heiðursorðunni fyrir vörn sína á Filippseyjum. Hann samþykkti uppgjöf Japans þann 2. september 1945 um borð í herskipinu USS Missouri í Tokyoflóa og fór fyrir hernámi Bandaríkjamanna í Japan frá 1945 til 1951. Á þeim tíma réð hann í reynd yfir Japan og stóð fyrir stórtækum efnahags-, stjórnmála- og samfélagsbreytingum. Hann stýrði her Sameinuðu þjóðanna í Kóreustríðinu þar til Harry S. Truman Bandaríkjaforseti rak hann þann 11. apríl 1951.

MacArthur varð seinna forstjóri ritvélaframleiðslunnar Remington Rand.

Other Languages
azərbaycanca: Duqlas Makartur
беларуская: Дуглас Мак-Артур
български: Дъглас Макартър
Bahasa Indonesia: Douglas MacArthur
Lëtzebuergesch: Douglas MacArthur
Lingua Franca Nova: Douglas MacArthur
Bahasa Melayu: Douglas MacArthur
Nederlands: Douglas MacArthur
Piemontèis: Douglas MacArthur
português: Douglas MacArthur
srpskohrvatski / српскохрватски: Douglas MacArthur
Simple English: Douglas MacArthur
slovenčina: Douglas MacArthur
slovenščina: Douglas MacArthur
српски / srpski: Даглас Макартур
українська: Дуглас Макартур
Tiếng Việt: Douglas MacArthur
文言: 麥克阿瑟
Bân-lâm-gú: Douglas MacArthur