Dewey-flokkunarkerfið

Titilsíða annarrar útgáfu flokkunarkerfis Deweys sem kom út í Bandaríkjunum árið 1885

Dewey-flokkunarkerfið er flokkunarkerfi fyrir bókasöfn sem byggir á tugakerfinu. Þar af leiðandi takmarkast kerfið við að flokka alla mannlega þekkingu í tíu aðalflokka. Kerfið er upprunalega frá árinu 1876 og er nefnt eftir aðalhöfundi þess Bandaríkjamanninum Melvil Dewey. Kerfið er mjög ráðandi í vestrænum bókasöfnum, um 95% bókasafna í Bandaríkjunum notast við kerfið til uppröðunar.[1] Dewey-flokkunarkerfið er notað í yfir 200.000 bókasöfnum í 135 löndum í dag. Það hefur verið þýtt á yfir 60 tungumál, þar með talið íslensku.[2]

Reglulega eru gefnar út endurbættar og breyttar útgáfur af Dewey-flokkunarkerfinu. Flokkunarkerfið er gefið út í tveimur útgáfum, heildarútgáfan fyrir bókasöfn með almennan bókakost sem telur yfir 20 þúsund bækur og stytt útgáfa fyrir smærri söfn. 23. heildarendurútgáfan kom út á árinu 2011 og 15. stytta útgáfan árið 2012.[3] Hönnun og þróun Dewey-flokkunarkerfisins er í höndum Bókasafns Bandaríkjaþings en þar hefur alþjóðleg nefnd yfirumsjón með verkinu. Bandaríska fyrirtækið Online Computer Library Center, Inc. (OCLC) er svo handhafi dreifingarréttar.

Other Languages
Bahasa Indonesia: Klasifikasi Desimal Dewey
srpskohrvatski / српскохрватски: Deweyjeva decimalna klasifikacija
Simple English: Dewey Decimal System