Brasilía

Sambandslýðveldið Brasilía
República Federativa do Brasil
Fáni Brasilíu Skjaldamerki Brasilíu
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
„Ordem e Progresso“ ( portúgalska)
„Regla og framfarir“
Þjóðsöngur:
Hino Nacional Brasileiro
Staðsetning Brasilíu
Höfuðborg Brasilía
São Paulo (stærsta borg)
Opinbert tungumál Portúgalska
Stjórnarfar
Forseti
Lýðveldi
Michel Temer
Stofnun
 - Sjálfstæði 7. september 1822 
 - Viðurkennt 29. ágúst 1825 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
5. sæti
8.514.215 km²
0,65
Mannfjöldi
 - Samtals (Júlí 2014)
 - Þéttleiki byggðar
5. sæti
206 milljónir.
24/km²
VLF ( KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2011
2.294 millj. dala ( 7. sæti)
11.769 dalir ( 75. sæti)
VÞL (2011) Dark Green Arrow Up.svg 0,946 ( 17. sæti)
Gjaldmiðill ríal
Tímabelti UTC -2 til -5
Þjóðarlén .br
Landsnúmer 55

Brasilía ( portúgalska: Brasil), opinberlega Sambandslýðveldið Brasilía (portúgalska: República Federativa do Brasil) er stærsta og fjölmennasta land Suður-Ameríku og hið fimmta stærsta í heiminum bæði að flatarmáli og fólksfjölda. Landið er 8.514.877 km² að flatamáli og teygir sig frá ströndum Atlantshafsins að rótum Andesfjalla og innan landamæra þess er megnið af Amasónregnskóginum, stærsta regnskógi heims, en einnig víðáttumikil landbúnaðarsvæði. Strandlína Brasilíu er 7367 km löng.

Söguágrip

Frumbyggjar hafa búið á svæðinu sem nú er Brasilía í meira en 11.000 ár. Árið 1500 gerði Pedro Alvares Cabral tilkall til landsins þegar hann kom þangað með flota sínum. Fyrsta fasta búseta Portúgala var um 1532 og nýlendustefna hófst þegar Dom Joao konungur Portúgals skipti landinu í 15 sjálfstæð nýlendusvæði. Þessi skipting skapaði óskipulag og deilur og því lét konungurinn láta svæðin lúta miðstýrðu valdi. Fyrstu tvær aldir á nýlendutímanum einkenndust af átökum og stríðum milli frumbyggja og Portúgala. Um miðja 16. öld var sykur orðinn mikilvægasta útflutningsvara Brasilíu og þrælar frá Vestur-Afríku mikilvæg innflutningsvara en þeir unnu á sykurplantekrum.

Árið 1808 flutti João VI konungur Portúgals til Brasilíu tímabundið vegna Napóleonstyrjaldanna. Í byrjun 19. aldar varð spenna á milli brasilískra Portúgala og stjórnvalda í Portúgal sem varð til þess að árið 1822 lýsti Brasilía yfir sjálfstæði og síðar var stofnað keisaradæmi með Dom Pedro sem keisara. Portúgal viðurkenndi sjálfstæði Brasilíu árið 1825.

Árið 1888 var þrælahald afnumið í landinu. Ári síðar var Dom Pedro II komið frá völdum og lýðveldi stofnað. Í lok 19. aldar átti Brasilía í stríðum við nágrannaríki sín, Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ um áhrif og landsvæði. Stríðið við Paragvæ (1864-1870) er það mannskæðasta í sögu Suður-Ameríku.

Í fyrri heimstyrjöld var Brasilía hlutlaust ríki þar til þýskir kafbátar sökktu skipum þeirra á Atlantshafi árið 1917 en þá lýsti Brasilía yfir stríði við Miðveldin. Hlutverk Brasilíu var aðallega eftirlitshlutverk á Atlantshafi.

Árið 1930 náði Getúlio Vargas völdum með aðstoð hersins. Stöðug átök og tilraunir til að taka aftur völdin frá Vargas leiddu til þess að Vargas varð einræðisherra og Estado novo tímabilið hófst þar sem stjórnvöld voru annáluð fyrir ofbeldi og kúgun.

Í seinni heimstyrjöld var Brasilía fyrst um sinn hlutlaust ríki þar til ársins 1942 þegar landið gekk til liðs við bandamenn eftir að hafa slitið diplómatísk tengsl við Öxulveldin.

Eftir heimstyrjöldina vék Vargas vegna þrýstings og lýðræði var komið á. Vargas var kosinn síðar, árið 1951 en eftir stjórnarkreppu framdi hann sjálfsmorð. Lýðræði var viðkvæmt næstu áratugi og herforingjastjórnir náðu völdum. Á 9. áratugnum var lýðræði smám saman komið aftur á.

Luís Inácio Lula da Silva var forseti frá 2002 til 2010 þegar fyrsta konan, Dilma Rousseff, varð forseti.

Rannsókn á peningaþvætti og spillingu í kringum ríkisrekna olíufyrirtækið Petrobras hefur tekið sinn toll í Brasilísku ríkisstjórninni. Lula da silva var yfirheyrður vegna málsins og tugir stjórnmálamanna hafa verið bendlaðir við málið. [1]

Árið 2016 var Dilmu Rousseff vikið úr embætti af öldungadeild þingsins. Samþykkt var að hún sæti ákæru til embættismissis fyrir spillingu. Var hún sökuð um að hafa fegrað efnahagstölur landsins fyrir kosningar. Michel Temer varaforseti tók við embætti forseta. [2]

Árið 2014 var haldin Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu í Brasilíu og árið 2016 verða Ólympíuleikarnir í Río de Janeiro.

Other Languages
Acèh: Brasil
адыгабзэ: Бразилие
Afrikaans: Brasilië
Akan: Brazil
Alemannisch: Brasilien
አማርኛ: ብራዚል
aragonés: Brasil
Ænglisc: Brasil
العربية: البرازيل
ܐܪܡܝܐ: ܒܪܐܙܝܠ
مصرى: برازيل
অসমীয়া: ব্ৰাজিল
asturianu: Brasil
Aymar aru: Wrasil
azərbaycanca: Braziliya
تۆرکجه: برزیل
башҡортса: Бразилия
Boarisch: Brasilien
žemaitėška: Brazilėjė
Bikol Central: Brasil
беларуская: Бразілія
беларуская (тарашкевіца)‎: Бразылія
български: Бразилия
भोजपुरी: ब्राज़ील
Bislama: Brazil
bamanankan: Brazil
বাংলা: ব্রাজিল
བོད་ཡིག: པུ་རུ་ཟིལ།
বিষ্ণুপ্রিয়া মণিপুরী: ব্রাজিল
brezhoneg: Brazil
bosanski: Brazil
буряад: Бразил
català: Brasil
Chavacano de Zamboanga: Brasil
Mìng-dĕ̤ng-ngṳ̄: Bă-să̤
нохчийн: Бразили
Cebuano: Brasil
Chamoru: Brazil
ᏣᎳᎩ: ᏆᏏᎵ
Tsetsêhestâhese: Brazil
کوردی: بەڕازیل
corsu: Brasile
qırımtatarca: Brazil
čeština: Brazílie
kaszëbsczi: Brazylskô
словѣньскъ / ⰔⰎⰑⰂⰡⰐⰠⰔⰍⰟ: Браꙁїлїꙗ
Чӑвашла: Бразили
Cymraeg: Brasil
dansk: Brasilien
Deutsch: Brasilien
Zazaki: Brezilya
dolnoserbski: Brazilska
डोटेली: ब्राजिल
ދިވެހިބަސް: ބުރެޒިލް
eʋegbe: Brazil
Ελληνικά: Βραζιλία
emiliàn e rumagnòl: Braṡil
English: Brazil
Esperanto: Brazilo
español: Brasil
eesti: Brasiilia
euskara: Brasil
estremeñu: Brasil
فارسی: برزیل
Fulfulde: Barazil
suomi: Brasilia
Võro: Brasiilia
Na Vosa Vakaviti: Brazil
føroyskt: Brasil
français: Brésil
arpetan: Brèsil
Nordfriisk: Brasiilien
furlan: Brasîl
Frysk: Brazylje
Gaeilge: An Bhrasaíl
Gagauz: Braziliya
贛語: 巴西
Gàidhlig: Braisil
galego: Brasil
گیلکی: برزيل
Avañe'ẽ: Pindoráma
गोंयची कोंकणी / Gõychi Konknni: ब्राझील
𐌲𐌿𐍄𐌹𐍃𐌺: 𐌱𐍂𐌰𐌶𐌹𐌻
ગુજરાતી: બ્રાઝિલ
Hausa: Brazil
客家語/Hak-kâ-ngî: Pâ-sî
Hawaiʻi: Palakila
עברית: ברזיל
हिन्दी: ब्राज़ील
Fiji Hindi: Brazil
hrvatski: Brazil
hornjoserbsce: Brazilska
Kreyòl ayisyen: Brezil
magyar: Brazília
Հայերեն: Բրազիլիա
interlingua: Brasil
Bahasa Indonesia: Brasil
Interlingue: Brasil
Igbo: Brazil
Ilokano: Brasil
italiano: Brasile
日本語: ブラジル
Patois: Brazil
la .lojban.: razgu'e
Basa Jawa: Brasil
ქართული: ბრაზილია
Qaraqalpaqsha: Braziliya
Taqbaylit: Brazil
Адыгэбзэ: Бразилэ
Kabɩyɛ: Piresiili
Kongo: Brazilia
Gĩkũyũ: Brazil
қазақша: Бразилия
kalaallisut: Brazil
ភាសាខ្មែរ: ប្រេស៊ីល
ಕನ್ನಡ: ಬ್ರೆಜಿಲ್
한국어: 브라질
къарачай-малкъар: Бразилия
Kurdî: Brazîl
kernowek: Brasil
Кыргызча: Бразилия
Latina: Brasilia
Ladino: Brasil
Lëtzebuergesch: Brasilien
лезги: Бразилия
Limburgs: Brazilië
Ligure: Braxî
lumbaart: Brasil
lingála: Brazil
لۊری شومالی: برزيل
lietuvių: Brazilija
latgaļu: Brazileja
latviešu: Brazīlija
मैथिली: ब्राजिल
Basa Banyumasan: Brasil
мокшень: Бразилие
Malagasy: Brazila
олык марий: Бразилий
Māori: Parīhi
Baso Minangkabau: Brasil
македонски: Бразил
മലയാളം: ബ്രസീൽ
монгол: Бразил
मराठी: ब्राझील
кырык мары: Бразили
Bahasa Melayu: Brazil
Malti: Brażil
Mirandés: Brasil
မြန်မာဘာသာ: ဘရာဇီးနိုင်ငံ
مازِرونی: برزیل
Dorerin Naoero: Bradir
Nāhuatl: Brasil
Napulitano: Brasile
Plattdüütsch: Brasilien
Nedersaksies: Brazilië
नेपाली: ब्राजिल
नेपाल भाषा: ब्राजिल
Nederlands: Brazilië
norsk nynorsk: Brasil
norsk: Brasil
Novial: Brasilia
Nouormand: Brési
Sesotho sa Leboa: Brazil
occitan: Brasil
Livvinkarjala: Braziilii
Oromoo: Biraazil
ଓଡ଼ିଆ: ବ୍ରାଜିଲ
Ирон: Бразили
ਪੰਜਾਬੀ: ਬ੍ਰਾਜ਼ੀਲ
Pangasinan: Brazil
Kapampangan: Brasil
Papiamentu: Brazil
Picard: Brésil
Deitsch: Brasilien
Pälzisch: Brasilje
पालि: ब्रासील
Norfuk / Pitkern: Bresel
polski: Brazylia
Piemontèis: Brasil
پنجابی: برازیل
پښتو: برازیل
português: Brasil
Runa Simi: Prasil
rumantsch: Brasilia
Romani: Brazil
Kirundi: Brazil
română: Brazilia
tarandíne: Brasile
русский: Бразилия
русиньскый: Бразілія
Kinyarwanda: Burezile
संस्कृतम्: ब्रासील
саха тыла: Бразилия
sardu: Brasile
sicilianu: Brasili
Scots: Brazil
سنڌي: برازيل
davvisámegiella: Brasilia
srpskohrvatski / српскохрватски: Brazil
සිංහල: බ්‍රසීලය
Simple English: Brazil
slovenčina: Brazília
slovenščina: Brazilija
Gagana Samoa: Pasila
chiShona: Brazil
Soomaaliga: Barasiil
shqip: Brazili
српски / srpski: Бразил
Sranantongo: Brasilkondre
Sesotho: Brazil
Seeltersk: Brasilien
Basa Sunda: Brasil
svenska: Brasilien
Kiswahili: Brazil
ślůnski: Brazylijo
தமிழ்: பிரேசில்
తెలుగు: బ్రెజిల్
tetun: Brazíl
тоҷикӣ: Бразилия
ትግርኛ: ብራዚል
Türkmençe: Braziliýa
Tagalog: Brazil
Tok Pisin: Brasil
Türkçe: Brezilya
татарча/tatarça: Бразилия
chiTumbuka: Brazil
Twi: Brazil
reo tahiti: Parīihi
тыва дыл: Бразилия
ئۇيغۇرچە / Uyghurche: برازىلىيە
українська: Бразилія
اردو: برازیل
oʻzbekcha/ўзбекча: Braziliya
Tshivenda: Brazil
vèneto: Braxil
vepsän kel’: Brazilii
Tiếng Việt: Brasil
West-Vlams: Brazilië
Volapük: Brasilän
walon: Braezi
Winaray: Brasil
Wolof: Breesil
吴语: 巴西
isiXhosa: Brasil
მარგალური: ბრაზილია
ייִדיש: בראזיל
Yorùbá: Brasil
Vahcuengh: Bahsih
Zeêuws: Brezilië
中文: 巴西
文言: 巴西
Bân-lâm-gú: Pa-se
粵語: 巴西
isiZulu: IBrazili