Alþingi

Alþingishúsið séð frá Austurvelli.

Alþingi er löggjafarþing Íslands sem upphaflega var stofnað árið 930 á Þingvöllum þar sem það kom saman árlega fram til ársins 1799. Alþingi var endurreist í núverandi mynd í Reykjavík árið 1844. Á þinginu sitja 63 fulltrúar þjóðarinnar, alþingismenn,[punktur 1] sem eru kjörnir af henni í beinni og leynilegri kosningu. Alþingi er æðsti handhafi löggjafarvalds á Íslandi og samkvæmt þingræðisreglunni bera ráðherrar ábyrgð gagnvart Alþingi og ríkisstjórnin verður að njóta stuðnings meirihluta þingheims.

Alþingi kemur saman árlega á öðrum þriðjudegi septembermánaðar og stendur til annars þriðjudags septembermánaðar árið eftir ef kjörtímabilinu lýkur ekki í millitíðinni eða þing er rofið, kjörtímabilið er fjögur ár. Kosningarétt til Alþingis hafa allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa náð 18 ára aldri. Allir þeir sem hafa kosningarétt til þingsins og óflekkað mannorð eru kjörgengir til Alþingis. Þingið starfar í einni deild ólíkt löggjafarþingum margra annarra ríkja.

Reglulegur samkomustaður þingsins er í Reykjavík þar sem það hefur aðstöðu í Alþingishúsinu við Austurvöll og fleiri nálægum byggingum. Við sérstakar aðstæður getur forseti Íslands skipað fyrir um að Alþingi komi saman annars staðar á landinu, sem gerist þó sjaldan og er yfirleitt vegna stórafmæla eða annarra hátíða.

Other Languages
العربية: ألثينغي
asturianu: Alþingi
azərbaycanca: Altinq
Boarisch: Althing
беларуская: Альтынг
беларуская (тарашкевіца)‎: Альтынг
català: Alþingi
čeština: Althing
Cymraeg: Alþingi
dansk: Altinget
Deutsch: Althing
Ελληνικά: Αλθίνγκι
English: Althing
Esperanto: Althing
español: Alþingi
eesti: Alþingi
euskara: Alþingi
فارسی: آلدینگ
suomi: Allting
français: Althing
Gaeilge: Alþingi
galego: Alþingi
עברית: אלת'ינגי
hrvatski: Althing
magyar: Alþingi
հայերեն: Ալտինգ
Bahasa Indonesia: Alþingi
italiano: Althing
日本語: アルシング
ქართული: ალთინგი
қазақша: Альтинг
한국어: 알팅그
къарачай-малкъар: Альтинг
Latina: Alþingi
Lëtzebuergesch: Alþing
lietuvių: Altingas
മലയാളം: അൽത്തിങ്കി
norsk nynorsk: Alþingi
norsk: Alltinget
polski: Althing
română: Althing
русский: Альтинг
sicilianu: Althing
srpskohrvatski / српскохрватски: Alþingi
Simple English: Althing
slovenčina: Althing
slovenščina: Althing
svenska: Alltinget
Türkçe: Alþingi
українська: Альтинг
中文: 冰岛议会