1. janúar - Stærsta lútherska trúfélag Bandaríkjanna,
Evangelíska lútherska kirkjan í Ameríku, var stofnað.
2. janúar - Efnahagsumbætur Mikhaíls Gorbatsjovs,
Perestrojka, hófust í Sovétríkjunum.
7.-8. janúar -
Orrustan um hæð 3234 var háð milli sovéskra hermanna og mújaheddína í Afganistan.
13. janúar - Forseti Tævan,
Chiang Ching-kuo, lést og varaforsetinn,
Lee Teng-hui, tók við.
13. janúar - Kalksteinsdrangurinn Sommerspiret á
Møns Klint í Danmörku hrundi í hafið.
15. janúar - Lögreglu og mótmælendum lenti saman við
Klettamoskuna í Jerúsalem.
22. janúar - Paul Watson, skipstjóra og forsprakka Sea Shepherd-samtakanna, var vísað úr landi, gefið að sök að hafa látið sökkva hvalbátunum tveimur í Reykjavíkurhöfn árið 1986.
12. febrúar - Sovéska herskipið
Bessavetníj sigldi á bandarísku freigátuna
USS Yorktown á Svartahafi þrátt fyrir að Yorktown hefði krafist réttar til
friðsamlegrar ferðar.
Skógareldarnir nálgast gestamiðstöð í Yellowstone-þjóðgarðinum.
4. júní -
Mammì-lögin um takmörkun á eignarhaldi fjölmiðla á Ítalíu voru samþykkt.
6. júní - Elísabet 2. svipti knapann
Lester Piggott riddaratign eftir að hann hlaut fangelsisdóm vegna skattsvika.
7. júní -
Anna-Greta Leijon sagði af sér embætti dómsmálaráðherra í Svíþjóð eftir að upp komst að hún hafði stutt einkarannsókn útgefandans
Ebbe Carlsson á morðinu á Olof Palme.
14. júní -
Skógareldur braust út rétt norðan við Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum. Þegar hann var slökktur í september höfðu 3.000 km² eða 36% af þjóðgarðinum brunnið.
3. júlí -
Åmsele-morðin: Hjón og 15 ára sonur þeirra voru myrt af
Juha Valjakkala og kærustu hans í Åmsele í Svíþjóð. Eftir mikinn eltingarleik náðust þau í Óðinsvéum í Danmörku sjö dögum síðar.
6. júlí - Eldur braust út á olíuborpallinum
Piper Alpha í Norðursjó. 165 verkamenn og 2 björgunarsveitarmenn fórust.
26. ágúst - „Flugstöðvarmaðurinn“
Mehran Karimi Nasseri settist að á
Charles de Gaulle-flugvelli í París þar sem hann hélt sig til ársins 2006.
28. ágúst - Skriðuföll urðu á Ólafsfirði eftir miklar rigningar og urðu tvö hundruð manns að rýma hús sín. Tjón varð mikið á mannvirkjum en ekki slys á fólki.
28. ágúst - Þrjár af flugvélum ítalska listflugshópsins
Frecce Tricolori rákust saman yfir
Ramstein-flugstöðinni. Ein þeirra hrapaði á áhorfendur með þeim afleiðingum að 75 létust.
12. október -
Blóðbaðið í Birchandra Manu: Yfir 13 stuðningsmenn
Kommúnistaflokks Indlands (marxistanna) voru drepnir af stuðningsmönnum Kongressflokksins.
23. október - Íslendingar unnu 11 verðlaun á
heimsleikum fatlaðra í Seúl í Suður-Kóreu. Þar af voru tvenn
gullverðlaun, sem Haukur Gunnarsson og Lilja M. Snorradóttir hlutu.