Íó (tungl)

Þessi grein fjallar um tungl Júpíters. Um gyðjuna, sjá Íó.
Mynd af Íó tekin af geimfarinu Galíleó.

Íó (úr grísku: Ῑώ, á íslensku einnig ritað ) er innst þeirra fjögurra tungla reikistjörnunnar Júpíters sem kennd eru við og voru uppgötvuð (í janúarmánuði árið 1610) af Galíleó Galílei. Tunglið er nefnt eftir Íó, sem var ein margra elskenda Seifs í grískri goðafræði (Seifur er þekktur sem Júpíter í rómverskri goðafræði).

Íó er eftirtektaverðust vegna eldvirkni sinnar, en hún er eldvirkasti hlutur sólkerfisins. Líkt og gerist með eldfjöll á Jörðinni, gefa eldfjöllin á Íó frá sér brennistein og brennisteinsdíoxíð. Upphaflega var því haldið fram að hraunin á Íó væru gerð úr brennisteinssamböndum, en í dag er því haldið fram að mörg þeirra séu gerð úr kísilbráð eins og hraun Jarðarinnar.

Orsök þessara miklu eldvirkni á Íó er líklega að finna í flóðkröftunum á milli Íó, Júpíters og tveggja annarra tungla Júpíters, Evrópu og Ganýmedesar. Tunglin þrjú eru læst á svokölluðum Laplace-brautum, þannig að Íó fer tvær umferðir í kringum Júpíter fyrir hverja eina umferð Evrópu, sem fer tvær umferðir fyrir hverja eina umferð Ganýmedesar. Þar að auki snýr Íó alltaf sömu hlið að Júpíter. Þyngdarverkunin á milli Júpíters, Evrópu og Ganýmedesar toga og teygja Íó um allt að 100 metra, ferli sem myndar hita vegna innri núnings.

Gosstrókar á Íó hafa mælst teygja sig meira en 300 km yfir yfirborðið, áður en þeir falla til baka. Hraði efnisins sem þeytist upp af yfirborðinu er um 1 km/s. Eldgosin á Íó eru síbreytileg. Á aðeins fjórum mánuðum á milli komu geimfaranna Voyager 1 og Voyager 2, fjöruðu sum eldgosin út á meðan önnur hófust. Efnið sem settist til í kringum gosopin breytti einnig um ásýnd á þessum tímabili.

Other Languages
Afrikaans: Io (maan)
Alemannisch: Io (Mond)
العربية: آيو (قمر)
asturianu: Ío (lluna)
azərbaycanca: İo
беларуская: Іо (спадарожнік)
беларуская (тарашкевіца)‎: Іо (спадарожнік Юпітэра)
български: Йо (спътник)
brezhoneg: Io (loarenn)
bosanski: Ija (satelit)
Mìng-dĕ̤ng-ngṳ̄: Io (ôi-sĭng)
corsu: Io
čeština: Io (měsíc)
Cymraeg: Io (lloeren)
dansk: Io (måne)
Deutsch: Io (Mond)
Ελληνικά: Ιώ (δορυφόρος)
English: Io (moon)
Esperanto: Ioo (luno)
español: Ío (satélite)
eesti: Io (kuu)
euskara: Io
فارسی: آیو (قمر)
suomi: Io (kuu)
français: Io (lune)
Gaeilge: Io (gealach)
galego: Ío (lúa)
עברית: איו (ירח)
हिन्दी: आयो (उपग्रह)
hrvatski: Ija (mjesec)
magyar: Ió (hold)
Հայերեն: Իո (արբանյակ)
Bahasa Indonesia: Io
italiano: Io (astronomia)
日本語: イオ (衛星)
ქართული: იო
қазақша: Ио (серік)
한국어: 이오 (위성)
Кыргызча: Ио
Lëtzebuergesch: Io (Mound)
лезги: Ио
lietuvių: Ijo (palydovas)
latviešu: Jo (pavadonis)
македонски: Ија (месечина)
മലയാളം: അയോ
монгол: Ио (дагуул)
Bahasa Melayu: Io (bulan)
Mirandés: Io
Plattdüütsch: Io (Maand)
Nederlands: Io (maan)
norsk nynorsk: Jupitermånen Io
norsk: Io (måne)
occitan: Io (luna)
پنجابی: آئیو
português: Io (satélite)
română: Io (satelit)
русский: Ио (спутник)
sicilianu: Io (satèlliti)
Scots: Io (muin)
srpskohrvatski / српскохрватски: Io (mjesec)
සිංහල: අයෝ
Simple English: Io (moon)
slovenčina: Io (mesiac)
slovenščina: Io (luna)
српски / srpski: Ија (сателит)
svenska: Io (måne)
тоҷикӣ: Ио (радиф)
Tagalog: Io (buwan)
Türkçe: İo (uydu)
татарча/tatarça: Ио (иярчен)
українська: Іо (супутник)
Tiếng Việt: Io (vệ tinh)
Winaray: Io (bulan)
中文: 木卫一
文言: 木衛一
Bân-lâm-gú: Io (oē-chheⁿ)
粵語: 木衛一