Íó (tungl)

Þessi grein fjallar um tungl Júpíters. Um gyðjuna, sjá Íó.
Mynd af Íó tekin af geimfarinu Galíleó.

Íó (úr grísku: Ῑώ, á íslensku einnig ritað ) er innst þeirra fjögurra tungla reikistjörnunnar Júpíters sem Galíleó Galílei uppgötvaði (í janúarmánuði árið 1610) og kennd eru við hann. Tunglið er nefnt eftir Íó, sem var ein margra ástkvenna Seifs í grískri goðafræði (Seifur er þekktur sem Júpíter í rómverskri goðafræði).

Íó er eftirtektarverðust vegna eldvirkni sinnar, en hún er eldvirkasti hlutur sólkerfisins. Líkt og gerist með eldfjöll á Jörðinni, gefa eldfjöllin á Íó frá sér brennistein og brennisteinsdíoxíð. Upphaflega var því haldið fram að hraunin á Íó væru úr brennisteinssamböndum, en í dag er því haldið fram að mörg þeirra séu úr kísilbráð eins og hraun Jarðarinnar.

Orsök þessara miklu eldvirkni á Íó er líklega að finna í flóðkröftunum á milli Íó, Júpíters og tveggja annarra tungla Júpíters, Evrópu og Ganýmedesar. Tunglin þrjú eru föst á svokölluðum Laplace-brautum, þannig að Íó fer tvær umferðir í kringum Júpíter fyrir hverja eina umferð Evrópu, sem fer tvær umferðir fyrir hverja eina umferð Ganýmedesar. Þar að auki snýr Íó alltaf sömu hlið að Júpíter. Þyngdarverkunin á milli Júpíters, Evrópu og Ganýmedesar toga og teygja Íó um allt að 100 metra, ferli sem myndar hita vegna innri núnings.

Gosstrókar á Íó hafa mælst teygja sig upp í meira en 300 km hæð yfir yfirborðið, áður en þeir byrja að falla niður. Hraði efnisins sem þeytist upp af yfirborðinu er um 1 km/s. Eldgosin á Íó eru síbreytileg. Á aðeins fjórum mánuðum á milli komu geimfaranna Voyager 1 og Voyager 2, fjöruðu sum eldgosin út á meðan önnur hófust. Efnið sem settist til í kringum gosopin breytti einnig um ásýnd á þessu tímabili.

Other Languages
Afrikaans: Io (maan)
Alemannisch: Io (Mond)
العربية: آيو (قمر)
asturianu: Ío (lluna)
azərbaycanca: İo
تۆرکجه: آیو (قمر)
беларуская: Іо (спадарожнік)
беларуская (тарашкевіца)‎: Іо (спадарожнік Юпітэра)
български: Йо (спътник)
brezhoneg: Io (loarenn)
bosanski: Ija (satelit)
Mìng-dĕ̤ng-ngṳ̄: Io (ôi-sĭng)
corsu: Io
čeština: Io (měsíc)
Чӑвашла: Ио (спутник)
Cymraeg: Io (lloeren)
dansk: Io (måne)
Deutsch: Io (Mond)
Ελληνικά: Ιώ (δορυφόρος)
English: Io (moon)
Esperanto: Ioo (luno)
español: Ío (satélite)
eesti: Io (kuu)
euskara: Io
فارسی: آیو (قمر)
suomi: Io (kuu)
français: Io (lune)
Gaeilge: Io (gealach)
galego: Ío (lúa)
עברית: איו (ירח)
हिन्दी: आयो (उपग्रह)
hrvatski: Ija (mjesec)
magyar: Ió (hold)
հայերեն: Իո (արբանյակ)
Bahasa Indonesia: Io
italiano: Io (astronomia)
日本語: イオ (衛星)
ქართული: იო
қазақша: Ио (серік)
한국어: 이오 (위성)
Кыргызча: Ио
Lëtzebuergesch: Io (Mound)
лезги: Ио
lietuvių: Ijo (palydovas)
latviešu: Jo (pavadonis)
македонски: Ија (месечина)
മലയാളം: അയോ
монгол: Ио (дагуул)
Bahasa Melayu: Io (bulan)
Mirandés: Io
Plattdüütsch: Io (Maand)
Nederlands: Io (maan)
norsk nynorsk: Jupitermånen Io
norsk: Io (måne)
occitan: Io (luna)
پنجابی: آئیو
português: Io (satélite)
română: Io (satelit)
русский: Ио (спутник)
sicilianu: Io (satèlliti)
Scots: Io (muin)
سنڌي: آيو
srpskohrvatski / српскохрватски: Io (mjesec)
සිංහල: අයෝ
Simple English: Io (moon)
slovenčina: Io (mesiac)
slovenščina: Io (luna)
српски / srpski: Ија (сателит)
svenska: Io (måne)
тоҷикӣ: Ио (радиф)
Tagalog: Io (buwan)
Türkçe: İo (uydu)
татарча/tatarça: Ио (иярчен)
українська: Іо (супутник)
Tiếng Việt: Io (vệ tinh)
Winaray: Io (bulan)
吴语: 木卫一
中文: 木卫一
文言: 木衛一
Bân-lâm-gú: Io (oē-chheⁿ)
粵語: 木衛一